fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

„Pólitískur rétttrúnaður er heimskulegur og er að drepa grín“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Mel Brooks er ekki par ánægður með þróun pólitískrar rétttrúnaðar og segir heiminn vera of viðkvæman þessa dagana.

Brooks sagði í viðtali við BBC að grín eigi almennt að vera á gráu svæði og þrýsta á ákveðna hnappa hjá fólki, að það þýði ekki fyrir grínista að vera í hálstaki að hans sögn. Hann segir:

„„Pólitískur rétttrúnaður er heimskulegur og er að drepa grín eins og það leggur sig. Grín er þessi litli prakkaralegi álfur sem hvíslar í eyra konungsins. Þessi sem segir ávallt sannleikann um mannlegt eðli og ástand. Gríni á alltaf að fylgja ákveðin áhætta.“

Brooks er þekktur fyrir fjöldan allan af grínmyndum sem þóttu djarfar á sínum tíma. Á meðal þeirra eru The Producers, Young Frankenstein og History of the World: Part 1. Hann rifjar upp eina af sínum þekktari kvikmyndum, Blazing Saddles, sem þótti umdeild í viðfangsefni sínu þegar hún kom út á áttunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallaði mikið um fordóma í garð blökkufólks og gekk fram af mörgum við útgáfu. Brooks segir kvikmyndina aldrei geta orðið til í dag ef fólk er almennt of viðkvæmt fyrir undirtónum sem segja sannleikann.

Hins vegar viðurkennir grínarinn að sum málefni eru honum sjálfum viðkvæm. Brooks er af gyðingaættum og segir einu línuna sem hann dregur snúa að gasklefum og ungbarnadauða í samhengi seinni heimsstyrjaldarinnar.

„Allt annað er í lagi,“ bætir hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 5 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara