Hannes Hólmsteinn Gissurason, professor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands er nú staddur á FreedomFest í Las Vegas í Nevada-fylki, Bandaríkjunum.
Á hátíðinni er Hannes í áhugaverðum félagsskap, en hann deildi mynd af sér á samfélagsmiðlum með dr. Richard Rahn og Mark Skousen. Báðir hafa þeir vakið nokkura athygli vestanhafs.
Það sem vekur þó mesta athygli við myndina er útlit þessara félaga Hannesar, en annar þeirra er með lepp og hinn með kúrekahatt.
„Hægri sinnað karnival, með sjóræningjum og kúrekum sem auka litbrigði hátíðarinnar,“ segir Hannes á Twitter-síðu sinni.
Þrátt fyrir orð Hanesar þá verður að teljast ólíklegt að Richard Rahn sé duglegur að ræna og rupla í skipum og einnig má efast um hversu duglegur Mark Skousen sé að reka á eftir kúm.
Hér að neðan má svo sjá þessa skemmtilegu mynd af Hannesi og félögum.