fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Hildur tilnefnd til Emmy-verðlauna

Fókus
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu síðan en tónlistarkonan segir sjálf á samfélagsmiðlum að heiðurinn sé gríðarlegur. „Ég er orðlaus,“ segir hún.

Sjá einnig: Hildur eyddi mörgum klukkutímum í kjarnorkuveri

Chernobyl eru framleiddir af HBO og fengu heilar nítján Emmy-tilnefningar. Þáttaröðin Game of Thrones setti þó met en lokaþáttaröðin hlýt­ur 32 til­nefn­ing­ar til Emmy-verðlaun­anna. Segja má að Chernobyl-þættirnir hafi hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda, ekki síður vegna tónlistarinnar. Hildur hefur vakið mikla athygli að undanförnu en á dögunum hlaut hún boð um að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni.

Bandaríska kvikmyndaakademían er sú nefnd sem kýs um ár hvert hvaða einstaklingar munu hljóta Óskarsverðlaunin. Á meðal fleiri Íslendinga sem hafa hlotið boð í nefndina eru Atli Örvarsson tónskáld, Fríða Aradóttir förðunarfræðingur, Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Heba Þórisdóttir og Jóhann Jóhannsson heitinn. Þau Jóhann og Hildur höfðu einmitt áður unnið náið saman áður en hann féll frá.

Þess má einnig geta að Hildur semur tónlistina fyrir kvikmyndina Joker, sem væntanleg er í október á þessu ári og bíða margir eftir þeirri mynd með mikilli eftirvæntingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert