fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Jakob Frímann og erlend hótelkeðja í eina sæng – Lúxushótel rís í Össurárdal

Fókus
Laugardaginn 13. júlí 2019 09:30

Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótelkeðjan Six Senses, sem rekin er af breska fyrirtækinu IHG, kemur að opnun nýs lúxushótels hér á landi, nánar tiltekið í Össurárdal. Lúxushótelið verður opnað árið 2022 samkvæmt frétt á heimasíðu keðjunnar.

Fjárfestirinn Áslaug Magnúsdóttir. Mynd: Getty Images

Áður hefur verið sagt frá því að hótelið muni bera nafnið Álfaland, en margir koma að uppbyggingu hótelsins ásamt Six Senses, þar á meðal fjárfestirinn og tískufrömuðurinn Áslaug Magnúsdóttir, Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og arkitektinn John Brevard.

„Við erum spennt að búa til sérstakan stað sem tileinkaður er heilbrigði, sjálfsskoðun og sjálfbærni í hrífandi umhverfi. Þetta er fyrsti gististaður sinnar tegundar á Íslandi,“ segir Áslaug í frétt á heimasíðu Six Senses.

Sjötíu herbergi verða á hótelinu og er mikil áhersla lögð á að byggja úr endurnýtanlegum efnum í nágrenni við Össurárdal í Austur-Skaftafellssýslu. Hluti af hótelinu verður byggður inn í umhverfið en meðal þess sem verður að finna á hótelinu verður bókasafn, bíósalur, vatnabar og svokölluð jarðarstofa þar sem hægt verður að kynna sér betur hugsjónina á bak við sjálfbærni hótelsins.

Ljóst er að lúxus verður í fyrirúmi á Álfalandi, enda er lúxus einkennismerki Six Senses-keðjunnar. Undir nafni keðjunnar er að finna tugi hótela víðs vegar um heim, til að mynda í New York og á Ibiza. IHG keypti Six Senses-keðjuna fyrr á þessu ári, en undir hatti IHG er til að mynda InterContinental-hótelkeðjan og Regent-keðjan. IHG greiddi þrjú hundruð milljónir dollara fyrir Six Senses-keðjuna og er áætlað að hótel sem bera nafn Six Senses verði orðin sextíu talsins á næstu tíu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Í gær

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“