fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

Ed Sheeran þolir ekki frægðina: „Mér líður ekki lengur eins og manneskju“

Fókus
Laugardaginn 13. júlí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segist líða eins og skepnu í dýragarði. Söngvarinn opnar sig í viðtali við fréttaveituna The Sun og segir hann þar frá kvíðanum sem hann glímir við reglulega, auk þess að hann hafi neyðst til þess að fækka í vinahópi sínum og losa sig við farsíman sinn eftir að hann reis til frægðar.

„Mér líður ekki eins og manneskju lengur,“ segir Sheeran. „Það sem slekkur alveg á mér er þegar ég upplifi augnablik sem mér finnst vera ósvikin en þá kemur einhver og biður um ljósmynd.“

Sheeran hefur alla tíð verið lokaður einstaklingur að eigin sögn en líf hans tók gjörbreytta stefnu þegar hann gaf út smáskífuna Shape of You árið 2017. Segist söngvarinn varla stigið inn á veitingastað án þess að biðja um einkaherbergi til að koma í veg fyrir að fólk taki upp myndskeið á meðan hann borðar.

Hann segir góða ástæðu vera fyrir því að hann hafi minnkað félagslega tengslanet sitt og vill hann helst umgangast aðeins fjóra góða vini, sem hann þekkir vel og treystir. Þá bætir Sheeran við að hann búi yfir svo miklum félagskvíða að hann skilur ómögulega hvers vegna eiginkona hans, Cherry Seaborn, skuli enn þola hann.

„Ég vil alls ekki kvarta,“ segir Sheeran. „Ég er í flottri vinnu og á gott líf, en mig langar að forðast þessa tilfinningu. Mér líður eins og ég eigi heima í búri í dýragarði.“

Má þess geta að Sheeran kemur fram á Laugardalsvelli þann 10. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán er á lausu – „Einhleyp mamma“

Ásdís Rán er á lausu – „Einhleyp mamma“