fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fókus

Árna Vil í DV sjónvarpi: „Það er óþægilegt að vera of svangur og jafnvel verra að vera of saddur.“

Guðni Einarsson
Föstudaginn 28. júní 2019 16:41

Árni Vil er næsti gestur í DV tónlist

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Árni Vil, sem áður hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni FM Belfast, var nýverið að gefa frá sér sína fyrstu breiðskífu undir heitinu Slightly hungry en platan hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Árni er gestur DV tónlistar í dag kl. 16.00.

Plötunni lýsir Árni sem töluvert persónulegri. „Stefin í lögunum mörgum hverjum eru einhvers konar uppgjör en ég tel að það hafi verið óhjákvæmilegt til þess að geta byrjað upp á nýtt.“ Tilgangur plötunnar hafi verið að loka ákveðnu tímabili.

„Þetta er kannski ákveðin klisja en það getur verið erfitt að hefjast handa á nýju ef maður bindur ekki slaufu á gamla pakkann,“ segir Árni og bætir við að rauði þráðurinn gegnum plötuna sé leit að sátt og tilraun til að forðast stöðnun. „Ég hef í rauninni alltaf verið þjakaður af ótta við að festast eða staðna.“

Titil plötunnar, Slightly Hungry, segir Árni vísa til kjörástands til þess að gera hluti. „Hvort sem það er að skapa, hreyfa sig, vinna eða bara hvað sem er. Það er óþægilegt að vera of svangur og jafnvel verra að vera of saddur.“ Hann minnir að abstraktmálarinn Agnes Martin eigi heiðurinn að þessari verkspeki.

DV tónlist hefst á slaginu 16.00 á vef DV.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“