fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Sigurðardóttir hlaut í dag Blóðdropann 2019 fyrir skáldsögu sína Svik, en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir bestu íslensku glæpasöguna,

Þetta er annað árið í röð sem Lilja hlýtur verðlaunin, en í fyrra hlaut hún þau fyrir bókina Búrið, lokabók í þríleik.

Lilja með verðlaunin.

Dómnefnd verðlaunanna í ár skipuðu Kristján Atli Kristjánsson, Páll Kristinn Pálsson og Vera Knútsdóttir. Í umsögn þeirra um verðlaunabókina segir:

Dómnefnd Blóðdropans las spennubækur þær er gefnar voru út á árinu 2018 og var á einu máli að um væri að ræða mjög farsælt og sterkt ár fyrir glæpaunnendur. Flóra íslensku glæpasögunnar hefur styrkst og dafnað undanfarin ár, eins og úrval sagna ársins 2018 bar vitni um og vill dómnefnd óska höfundum, útgefendum og lesendum glæpasagna til hamingju með uppskeruna.

Dómnefnd var þó á einu máli um að Svik eftir Lilju Sigurðardóttur stæði upp úr á sterku ári. Sagan er hörkugóður pólitískur spennutryllir og ferskur andblær í íslenska glæpasagnahefð sem hefur ekki oft tekið á spillingu í íslenskum stjórnmálum. Helsta vægi sögunnar er margslungin fléttan sem nýtur sín í öruggum höndum höfundar. Þá prýðir söguna ríkulegt persónugallerý sem segja má að sé stærsti kostur Lilju, en hún er sérstaklega góð í að skapa sannfærandi persónur sem auðvelt er að hrífast með. Svik sver sig í ætt við skandinavísk ættmenni sín á sviði glæpabókmennta, er í senn vel skrifuð og æsispennandi. Þetta er annað árið í röð sem Lilja hlýtur Blóðdropann en hún vann í fyrra fyrir skáldsöguna Búrið. Svik verður tilnefnd sem framlag Íslands til Glerlykilsins sem besta norræna glæpasagan og verður það einnig annað árið í röð sem hún er tilnefnd til þeirra verðlauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“