fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Ólafur F. Magnússon í stuði í Las Vegas með Gunnari Þórðar og Vilhjálmi Guðjóns – Gefa út sannkallaðan sumarsmell

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, tónlistarmaður, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, gaf út nýtt lag núna á dögunum.

Lagið heitir Staldraðu við en textinn við lagið verður einnig 99. ljóðið í ljóðabók sem kemur út eftir Ólaf í Haust.

Vilhjálmur Guðjónsson er meðhöfundur lagsins semn er í hressilegri sveitatónlistar- og blúsútsetningu. Gunnar Þórðarsson útsetti lagið með Vilhjálmi en þeir tveir radda einnig lagið saman. Þessi samvinna þeirra gerir einmitt það að verkum að lagið komi svona vel út.

„Þetta er svo sannarlega árangur þess að ég leyfi þeim algjörlega að taka lagið úr mínum höndum og gera það að smelli.“

Myndbandið við lagið er líka heldur betur skemmtilegt þar sem notast er við svokallaða „green screen“ tækni. Með þeirri tækni er látið líta út eins og Ólafur og félagar séu að skemmta sér í Las Vegas þegar raunin er önnur.

Myndbandið er nefnilega tekið upp hér á Íslandi, nánar tiltekið á Auðsholti í Ölfusi. Friðrik Grétarsson annaðist kvikmyndagerð og klippingu á myndbandinu og Guðmundur Karl Guðjónnson, bróðir Vilhjálms sá um lýsingu og aðra uppsetningu.

Hægt er að horfa á myndbandið hér í spilaranum fyrir neðan. Textinn við lagið er í myndbandinu svo auðveldara sé að syngja með.

Það er ljóst að hér er um sannkallaðann sumarsmell að ræða hjá Ólafi og félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur