fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Valgerður hrekur vinsæla mýtu um veganisma: „Það halda allir að við séum með próteinskort“

Fókus
Miðvikudaginn 15. maí 2019 12:30

Valgerður Árnadóttir. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Árnadóttir er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Valgerður er meðstjórnandi hjá Samtökum grænkera á Íslandi og virk innan starfi Pírata í Reykjavík. Valgerður og Guðrún Ósk, umsjónamaður þáttarins, ræða um veganisma og fara um víðan völl.

Í þættinum ræða þær ýmsar mýtur um veganisma. Ein vinsælasta mýtan er próteinskortur grænkera.

„Það halda allir að við séum með próteinskort. Það er náttúrlega búið að herja á okkur í nánast hundrað ár, bara frá því að eldisdýraiðnaðurinn var svona mikill, frá því að við komum verksmiðjubúskap á, þá er búið að herja á okkur að við þurfum kjöt og mjólkurvörur til að fá prótein. En það er ekki svoleiðis,” segir Valgerður.

„Um leið og maður fer að skoða næringarfræðina á bak við þetta þá koma próteinin úr kjöti og mjólkurvörum úr plöntum. Dýrin eru að borða plöntur og við erum að fá [próteinið] úr þeim. Þannig við erum að fá það í gegnum þriðja aðila í rauninni í stað þess að borða það beint. Þannig að í rauninni tekur líkaminn betur upp prótein úr plöntum heldur en kjöti og mjólkurvörum.“

Valgerður og Guðrún Ósk fóru um víðan völl í þættinum. Mynd: Hanna/DV

Valgerður segir að sú mýta að grænkerar vilja að húsdýr deyi út vera leiðinlega.

„Umræðan sem mér finnst leiði gjörnust og einhvern veginn loða við er að við [grænkerar] viljum að húsdýr deyi út. Það er eitthvað sem ég hef heyrt frá dýraverndunarsamtökum á Íslandi sérstaklega að þau geti ekki stutt við veganisma því þau halda að við viljum að húsdýrin deyi út. En það er auðvitað ekki svoleiðis. Við erum búin að ganga á náttúruna og drepa allt villt dýralíf í kringum okkur og það eru rosalega mörg dýr sem þegar hefur verið útrýmt eða eru í útrýmingarhættu núna,“ segir Valgerður.

„Það að við viljum að verksmiðjubúskapur hætti þýðir ekki að við viljum að húsdýr deyi út. Við viljum bara að dýr séu ekki nýtt okkur í hag. Að það sé ekki verið að framleiða þau til þess að fæða okkur vegna þess að lífið sem þau eiga núna í verksmiðjubúskap er mjög slæmt líf og við sjáum það bara á öllu myndefni sem við sjáum. Það eru ótal margar heimildarmyndir og myndbönd hægt að sjá um það hvernig verksmiðjubúskapur gengur fyrir sig og fólk kýs að loka augunum fyrir því og úthrópa okkur sem eitthvað fólk sem vill útrýma þessum dýrum.“

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus hér að neðan.

Föstudagsþátturinn Fókus: Veganismi – 10.05.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.

Hægt er að nálgast myndbönd sem sýna aðbúnað húsdýra á Íslandi og fleiri myndbönd tengd veganisma á graenkeri.is eða með því að ýta hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið