fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Linda Ben á von á barni

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 20:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matargyðjan Linda Ben á von á sínu öðru barni, en hún deildi gleðifregninni með fylgjendum sínum á miðvikudag. „Loksins get ég deilt með ykkur gleðifréttunum sem mig er búið að langa að segja ykkur svo lengi! Við eigum von á litlu kríli í byrjun nóvember og erum gjörsamlega að springa úr hamingju!“

Mynd/Instagram.

Linda og maður hennar, Ragnar Einarsson, eiga fyrir fimm ára gamall son. Linda er menntaður lífefnafræðingur úr Háskóla Íslands og heldur úti heimasíðunni lindaben.is, þar sem hún deilir hollum og góðum uppskriftum með fylgjendum þar og á samfélagsmiðlum. Parið hefur einnig verið að búa sér heimili í Mosfellsbæ og hefur Linda verið dugleg að deila myndum og góðum ráðum frá framkvæmdunum. Nú styttist í að heimilið verði tilbúið og vonandi næst það fyrir komu barnsins.

Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með bumbubúann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice