fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Logi og Svanhildur í öngum sínum: „Við skiljum ekkert“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 7. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Litlikisi er tæplega sex ára högni og hann er týndur. Hann hefur ekki farið einsamall lengra en út á ruslatunnurnar bak við hús síðan hann var fimm mánaða. Það sem einkennir hann, fyrir utan litinn, er óvenjulega grannt skott.“

Þetta segir í stöðufærslu hjá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni fjármálaráðherra og eiginkonu Loga Bergmanns. Hjónin eru í öngum sínum yfir týnda högnanum og biðja Vesturbæinga í nágrenni Melhagans að hafa augun hjá sér, með því kíkja í geymslur og bílskúra með von um að Litlikisi finnist.

Að sögn Svanhildar er Litlikisi enginn ævintýraköttur. Hann er örmerktur en gengur um götur ólarlaus og er sagður vera hræddur við allt. Því vonast Svanhildur að kötturinn hafi ekki farið langt en lesendur eru engu að síður hvattir til þess að líta vel í kringum sig. „Hann er með mjög lítið hjarta og fer aldrei neitt án mín og þá ekki meira en í sjö metra radíus frá mér, þannig að við skiljum ekkert,“ segir hún.

Stöðufærslu Svanhildar má sjá að neðan ásamt tilheyrandi myndum af högnanum og símanúmeri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni