fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Íslendingar orðlausir yfir furðulegum auglýsingum: „Getur einhver sagt mér hvað í fjandanum þetta er?“

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wish er fyrirtæki sem selur alls konar varning. Fyrirtækið tengir kaupendur beint við seljendur, annað hvort í gegnum Wish.com eða Wish appið. Varningurinn er oftast framleiddur í Kína og ólíkt öðrum vefsíðum, þá kemur hlutur frá Wish beint frá verksmiðjunni. Samkvæmt heimasíðu Wish sendir fyrirtækið ekki til Íslands því er það undarlegt að auglýsingar frá þeim séu að poppa upp hjá íslenskum Facebook-notendum. Auglýsingarnar eru á íslensku og eru Íslendingar forviða yfir vörunum sem er verið að auglýsa.

Í Facebook-hópnum Fyndna frænka er rætt um vefsíðuna og vöruúrvalið. Í nokkur skipti hefur skjáskoti af auglýsingu verið deilt í hópinn af vörum sem eru vægast sagt frekar furðulegar.

Hvað ætli þetta sé?

„Ég bara… veit ekki hvern andskotann ég googlaði sem varð til þess að ég fæ endalausar uppástungur frá þessari síðu að kaupa þetta. Getur einhver sagt mér hvað í fjandanum þetta er?“ Spyr ein með mynd af einhverju apparati fyrir munninn.

„Já sama hér, þetta app er alltaf að poppa upp!! Pirrandi.“

Ein bendir á að þetta sé til þess að fólk hætti að gnísta tönnunum í svefni.

Það sem hefur einnig verið sagt um Wish:

„Mér finnst alltaf vera einhverjir svona skrýtnir hlutir í þessum auglýsingum,“ segir ein og hlær.

„Ég er alltaf á leiðinni að blokka þessa síðu og þá kemur svona snilld. Verð bara að sjá þessar auglýsingar frá henni áfram, þetta er bara of fyndið.“

Þessari mynd var deilt í Fyndna frænka.

„Sjáið þið hvað er skondið við vöruna?“ Skrifar ein með myndinni hér að neðan.

Tvær segjast hafa reynslu af síðunni:

„Ég hef verslað nokkrum sinnum þaðan. Hefur gengið mjög vel og ég fæ endurgreiðslu ef varan skilar sér ekki eða er gölluð. Mjög fínt app og upplýsingarnar mjög fínar. Skemmtilegra app en Ali,“ segir ein. Önnur tekur undir: „Sammála.“

DV ætlaði að skoða síðuna en til þess að gera það, þarf að skrá sig inn. 

Skjáskot.

Vinsæla YouTube stjarnan Safiya Nygaard hefur gert þó nokkur myndbönd þar sem hún pantar alls konar hluti frá Wish, eins og brúðkaupskjóla,  ódýrt snyrtidót og tæknivörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“