fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Margrét Gnarr er vegan fyrir dýrin: „Maður vissi alltaf af viðbjóðnum. Maður bara vildi ekki tengja.“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. mars 2019 20:00

Margrét Gnarr. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Edda Gnarr er vegan og hefur verið það í tæp tvö ár, síðan um páskana 2017. Margrét kom fram í einlægu viðtali við DV síðustu helgi. Í viðtalinu opnaði Margrét sig um átröskun sem hún hefur glímt við síðan hún var 14 ára gömul og eineltið í æsku. Í dag er Margrét einkaþjálfari og atvinnumaður í bikinífitness. Hún er um þessar mundir í keppnispásu til að ná bata frá átröskun.

Sjá einnig: Margrét Gnarr var komið með hjartsláttatruflanir vegna átröskunar: „Ég var orðin hrædd um líf mitt“

Margrét segir ástæðuna fyrir því að hún varð vegan vera einfalda.

„Ég tengdi dýraafurðir við frekar mikinn viðbjóð, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Margrét og heldur áfram.

„Ég horfði á margar heimildamyndir eins og Forks Over Knives, What the Health og Cowspiracy, og þetta meikaði engan sens. Af hverju eru þessi dýr að deyja fyrir okkur þegar við þurfum ekki á því að halda. Þetta er líka að fara með jörðina okkar. Einhvern tímann sá ég myndband þar sem vegan-aktífisti setti blóm á kjötborð og hugsaði djöfull eru þau biluð. Svo eftir að ég varð vegan og gekk fram hjá kjötkælinum varð mér óglatt. Ég skil núna vegan-aktífistana sem settu blóm á kjötborðið,“ segir Margrét.

„Maður vissi þetta alltaf, maður vissi alltaf af viðbjóðnum. Maður bara vildi ekki tengja. Maður er svo vanur að borða dýraafurðir, það er normið og samþykkt í samfélaginu. Svona erum við alin upp. Ég vildi aldrei horfa á þessar myndir, enda um leið og ég gerði það varð ég strax vegan.“

Margrét byrjaði að keppa í bikinífitness þegar hún var 22 ára. Hún hefur síðan þá orðið heimsmeistari og unnið fjölda annara titla.

Margrét segir að í niðurskurði í fitness sé borðað mikið af kjúklingabringum, eggjum, whey-próteini og skyri. Hún var hrædd um að það myndi eyðileggja árangur hennar í niðurskurði að verða vegan, en hún segir það alls ekki hafa gerst.

„Ég er stundum spurð hvort það sé erfitt að vera vegan og ég svara neitandi. Ég er líka spurð hvort ég sakni þess að borða kjöt, sem ég geri alls ekki,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“