fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Íslenskt hamfarapopp – Leoncie hefur verið þekkt fyrir beittar skoðanir

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 28. september 2018 09:00

Indverska prinsessan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamfarapopp er hugtak sem hefur náð að festa rætur í tónlistargeiranum. Er það nefnt eftir plötu Gunnars Jökuls Hákonarsonar frá árinu 1995 og var tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen fyrstur til að nota það. Bjánapopp hefur einnig verið notað yfir tónlistina en hana flytja nær undantekningarlaust einyrkjar og yfirleitt eru plöturnar gefnar út á þeirra eigin vegum. Margir hlægja að slíkri tónlist jafn vel þótt hún sé unnin af mikilli einlægni og að baki liggja oft harmsögur tónlistarmannanna sjálfra. DV tók saman helstu íslensku hamfarapopparana og ræddi við Dr. Gunna um þennan sérstaka geira.

Þetta er hluti af stærri umfjöllun í DV sem kom út í dag, föstudaginn 28. september.

Leoncie.
Liggur ekki á skoðunum sínum.

Leoncie

Vart þarf að kynna Leoncie, sem stundum er kölluð Indverska prinsessan eða Ískryddið, fyrir lesendum. Hún hefur skemmt Íslendingum, bæði með tónlistarflutningi og nektardansi, síðan árið 1982 þegar hún flutti hingað frá Danmörku. Upprunalega er Leoncie frá borginni Goa á vesturströnd Indlands.

Leoncie hefur verið tíður gestur á síðum dagblaða síðustu áratugi og þekkt fyrir beittar skoðanir. Hún hefur ítrekað kvartað undan kynþáttahatri og öfund margra vegna einstakra hæfileika hennar.

Lagasafn Leoncie er nú orðið gríðarlega stórt. Hún syngur yfir skemmtarapopp og hefur gefið út fjölda athyglisverðra myndbanda við lögin. Meðal vinsælustu laga hennar má nefna Come on Viktor, Engan þríkant hér og Ást á pöbbnum. Leoncie hefur nokkrum sinnum tekið þátt í undankeppni Eurovision en ekki hlotið brautargengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 1 viku

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“