fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Þórunn Antonía tjáir sig um athugasemdirnar: „…Maður myndi nú gera tippið á þeim rautt!“

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 12. maí 2018 16:12

Þórunn á von á barni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Antonía var í hressandi viðtali við FÓKUS í vikunni sem leið. Eftir að viðtalið birtist komu upp furðulegar athugasemdir svo blaðamanni lék forvitni á að vita hvað söngkonunni þætti um þetta.

Svo spurðum við líka út í kvöldið í kvöld en Þórunn ætlar að vera með hressandi Júrópartý á Sæta svíninu þar sem allir geta sungið með. Partýið

Maður að nafni Guðmundur Alfreð Gíslason fann sig knúinn til að deila því með lesendum fókus að hann hefði enga tölu á því hversu oft hann hefði „kippt í hann“ yfir myndbandinu þar sem þú varst í þrönga gallanum. Hvernig varð þér við þegar þú last þetta?

„Þetta er náttúrulega stórundarleg hegðun þegar fólk finnur sig knúið til að segja svona hluti á internetinu, en ég er samt öllu vön. Athugasemdirnar undir Too Late myndbandinu eru vægast sagt subbulegar margar hverjar, en það er ekki eitthvað sem ég tek inná mig enda ekki mitt að gera það. Það er allskonar fólk sem tjáir sig á internetinu og það er ekki hægt að stjórna því en vonandi áttar það sig á að það sem er skrifað á netið verður þar alltaf. Ég hlæ yfir tilhugsuninni að einhver gúggli afa sinn eftir áratug og sjái svo svona komment,“ segir Þórunn og bætir við að sjálf sé hún með sterkan skráp og láti svona lúða ekkert á sig fá:

„Og þó, ég hætti reyndar snarlega á Snapchat eftir endalaust framboð af óumbeðnum typpamyndum. Einn daginn held ég listasýningu með öllum þessum myndum og kommentum ef menn þroskast ekki uppúr þessu.“ 

Eru svona prívat yfirlýsingar eitthvað sem gerist oft eða heldurðu að hér höfum við mögulega orðið vitni að einhverskonar dögun á kynfrelsisvakningu gagnkynhneigðra karla?

Í spandexgallanum margumrædda.

„Ég veit það ekki satt best að segja,“ svarar Þórunn og hlær dátt. 

„En ég sæi konur í anda að setja svona komment undir myndbönd af röppurum sem eru oft beriri að ofan í myndböndum; Að maður hefði nú oftar en ekki snert á sér kynfærin um leið og maður væri að horfa á þetta. Nú eða smella í komment undir video af MMA mönnum á brókinni, – að maður myndi nú gera tippið á þeim rautt!“ segir hún og vitnar þar í athugasemd sem einhver tjáningarglaður setti undir áðurnefnt myndband við lagið Too Late. 

„Þar segir einn: Djöfull myndi ég gera píkuna á henni rauða. Halló? Þegar ég gaf út þetta video var ég fullorðin kona sem hefur fullt leyfi til að vera sexý án þess að þurfa að heyra hversu oft gaurar hafa runkað sér yfir mér. Sem betur fer eru þessir menn í minnihluta og flestir karlar sem ég þekki eru meira eða minna frábærir. Ég á fjóra bræður sem eru allir fyrirmyndar menn þannig að ég hef ekki misst alla von á karlkyninu.“


Segðu okkur aðeins meira frá spandexi. Aðallega fyrir Guðmund Alfreð?

Spandex er mikið notað í dans -og sundfatnað og flestir íslendingar eiga spandex galla sem eru mun efnisminni en ég skartaði í myndbandinu fræga. Sundboli og sundbuxur. Börn ganga líka í spandexi og já ég veit það er MJÖG sjokkerandi,“ segir hún og hlær.

„En söngkonan Kate Bush, sem ég dýrka og dái, klæddist þessu mikið og sjálf hef ég alltaf gengið mikið í spandexfatnaði enda æfði ég ballett í níu ár. Ég elska þetta efni.“ 

 

Þú varst eitthvað að tala um Sæta Svínið. Hvað er að gerast þar í kvöld?

„Ég er að fara halda PARTÝ. Eurovison/karaoke partý þar sem ég vona að sem flestir mæti og syngi og hafi gaman saman!“

„…ég sæi konur í anda að setja svona komment undir myndbönd af röppurum sem eru oft beriri að ofan í myndböndum; Að maður hefði nú oftar en ekki snert á sér kynfærin um leið og maður væri að horfa á þetta.“

Ertu döpur yfir því að hafa sjálf ekki komist áfram?

„Nei guð alls ekki! Ég er ekki tapsár og mér fannst þetta svo fáránlega skemmtileg reynsla þar sem ég fékk tækifæri á að vinna með fagfólki og snillingum frá A – Ö. Ok… auðvitað hefði verið sjúklega gaman að vinna og fara út en ég trúi að það gerist alltaf allt af einhverri ástæðu og þetta verkefni var semsagt ekki fyrir mig. Ekki í þetta sinn að minnsta kosti.

Ætlarðu kannski að mæta í spandex gallanum á Svínið?

„Hver veit…. Svínið er allavegana í spandexi!“ 

Með hvaða landi heldur þú núna í Júró?

„Guð ég veit það ekki! Sjáum hvernig fólkið stendur sig annað kvöld!“ 

Eitthvað að lokum?

„Bara lifi húmorinn og gleðin – og munið, strákar og stelpur, að fara varlega um kommentakerfi internetsins. Þetta verður alltaf til og kannski koma þessar athugasemdir á ferilskrá eða sakaskrá fólks í framtíðinni. Djöfull væri það klikkað! Einhver gagnabanki til með öllu sem maður hefur sagt á netinu! Ha? Lifi gleðin og virðingin!“

ATH: DV er „all in“ á Twitter í kvöld með myllumerkið #söng_ari. Tístin birtast á vefnum hjá okkur í rauntíma. Gaman saman. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Beðmálsleyndarmál Beckham-hjónanna

Beðmálsleyndarmál Beckham-hjónanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney segir að þessi morgunmatur hafi hjálpað henni að missa 15 kíló – „Get borðað þetta aftur og aftur“

Fanney segir að þessi morgunmatur hafi hjálpað henni að missa 15 kíló – „Get borðað þetta aftur og aftur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiríkur Hauks endurgerir Borgarinn

Eiríkur Hauks endurgerir Borgarinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona var hversdagurinn í miðborginni árið 1946 – Sjáðu myndbandið

Svona var hversdagurinn í miðborginni árið 1946 – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Robin Williams: „Hættið að gera honum þetta“

Dóttir Robin Williams: „Hættið að gera honum þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er tætandi og erfið reynsla fyrir börn að vera í sífellu sett í aðstæður sem þau valda ekki og brýtur niður von og trú þeirra á eigin getu“

„Það er tætandi og erfið reynsla fyrir börn að vera í sífellu sett í aðstæður sem þau valda ekki og brýtur niður von og trú þeirra á eigin getu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn óþekkjanlegur á tökustað nýrrar kvikmyndar

Stórleikarinn óþekkjanlegur á tökustað nýrrar kvikmyndar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim