fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Sambönd og samfélagsmiðlar: Er læk framhjáhald eða grefur þetta bara undan sambandinu þínu?

Fókus
Fimmtudaginn 10. maí 2018 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook og aðrir samfélagsmiðlar hafa bæði auðveldað og torveldað samböndum fólks, skiljanlega þar sem samskipti fólks fara nú að miklu leyti fram á samfélagsmiðlum og sambönd byggja á samskiptum.

Margir kynnast eftir læk á Facebook og má segja að ‘læk‘ geti við sumar aðstæður jafngilt hinum gömlu góðu augngotum. Læk geta þar af leiðandi orðið að þrætuepli þegar annar aðilinn er stöðugt að læka myndir af einhverjum öðrum, – en telst það framhjáhald?

Sumir segja það borðleggjandi. Eiginmaður á ekkert erindi að setja læk við mynd af konu sem kona hans þekkir ekki.

Aðrir segja læk ekki vera neitt sem skipti máli. Læk séu einfaldlega kurteisi á samfélagsmiðlum. Það gæti verið að viðhorfið sé kynslóðabundið, er það líklegra að yngri kynslóðin sem eyðir myndum sem fá undir 200 lækum telji læk vera sjálfsagða kurteisi, en til að fullyrða slíkt þarf frekari rannsóknir.

Opinberaðu þínar leynilegu væntingar

Vienna Pharaon, ráðgjafi hjá Mindful Marriage & Family Therapy í New York, segir í samtali við NY Post að það fari eftir parinu hvaða reglur séu í gildi, það sem skipti mestu sé að allt sé uppi á borðum. Það er ekki s.s. ekki hollt að segja ekki neitt og fylgjast bara með makanum á Stalkscan.

„Opinberaðu þínar leynilegu væntingar. Það þarf að liggja fyrir hvað aðgerðir á samfélagsmiðlum hafa á báða aðilana í sambandinu, það er nauðsynlegt til að báðum líði vel,“ segir Pharaon.

„Það líður engum vel að vera í sambandi þar sem það þarf alltaf að hafa annað augað á hinum aðilanum.“

FÓKUS prófaði að stilla upp spurningu í Facebook hóp þar sem stelpur ræða ástarmál sín.

Spurningin var orðuð svona:

Er það ákveðin tegund af framhjáhaldi að læka myndir af fyrrverandi eða eh sætum stelpum/strákum í ræktinni og svo framvegis á FB og Insta?

122 hökuðu við valkostinn NEI en 109 svöruðu að slíkt væri ekki beint framhjáhald en ekki heldur gott fyrir sambandið.

Svo er það bara fyrir hvern og einn að finna út hvernig er heppilegast að hegða sér á samfélagsmiðlum, – vilji maður blómstrandi samband sem einkennist af öryggi og trausti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig