fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Jodie Foster tekur við af Halldóru sem Halla – „Ég get ekki beðið eftir að leika hana“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster mun leika, leikstýra og framleiða endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð, verðlaunamynd Benedikts Erlingssonar, þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer á kostum í aðalhlutverkinu.

„Myndin heillaði mig meira en ég get lýst með orðum,“ segir Foster. „Ég er svo spennt að gera bandaríska endurgerð af myndinni, sem er bæði falleg og hvetjandi og á vel við umræðuna í dag. Halla berst fyrir jörðinni, sterk kona sem er tilbúin til að fórna öllu til að gera það eina rétta. En á þeirri vegferð lendir hún í ýmsum vandræðum.“

Kona fer í stríð er framlag Íslands til Óskarsverðlauna um bestu erlendu kvikmyndina. Myndin var frumsýnd á verðlaunahátíðinni í Cannes, þar sem Benedikt vann, ásamt Ólafi Agli Egilssyni, verðlaun fyrir besta handritið, í október fékk hún kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs og í nóvember LUX-kvik­mynda­verðlaun Evr­ópuþings­ins.

Myndin verður sú fimmta sem Foster leikstýrir, en hún hefur ekki gefið út neinar upplýsingar um hvernig hún hyggst heimfæra Kona fer í stríð fyrir endurgerðina.

„Ég get ekki beðið eftir að leika hana,“ segir Foster. „Ég dregst að sterkri og skrítinni blöndu af húmor og tilfinningum. Það er heiður að taka við keflinu af hinum hæfileikaríka Benedikt Erlingssyni og meðframleiðanda hans, Marianne Slot.“ En Slot mun framleiða endurgerðina ásamt Foster.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“