fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Ákall til varnar sjúkrahúsinu Vogi – Stórtónleikar og undirskriftasöfnun

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fíknsjúkdómar eru ein alvarlegasta heilbrigðisvá sem samfélagið stendur frammi fyrir. Enginn sjúkdómur leggur jafn margt ungt fólk að velli.

Fimmtudagskvöldið 8. nóvember kl. 20 býður fjöldi vinsælla tónlistarmanna þjóðinni á tónleika í Háskólabíó. Ókeypis er á tónleikana og eru þeir haldnir til að vekja þjóðina til vitundar um að við eigum gott sjúkrahús og öfluga fagmenn á sviði á áfengis- og fíknilækninga en fjárskortur stendur því fyrir þrifum og hægt sé að hjálpa öllum sem þurfa. Það er óviðunandi.

Samhliða tónleikunum sem verður sjónvarpað beint á RÚV þá er einnig hafin undirskriftarsöfnun Ákall.is, þar sem skorað er á stjórnvöld að auka þegar í stað árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi um 200 milljónir til að útrýma biðlista eftir áfengis- og vímuefnameðferð, sjá undirskriftarlista akall.is.

Fjöldi fólks úr hópi okkar bestu listamanna koma fram á tónleikunum, þar má nefna: Pál Óskar, Bubba, Viking Heiðar, Ara Eldjárn, Baggalút, Elínu Ey, GDRN, Hjálma, Jóa P og Króla, KK, Myrru Rós, Sísý Ey, Svölu Björgvins og Þorstein Einarsson, Geishu Kartel og Birni.

Listafólkið, tæknifólk og aðrir sem koma að þessu, gefa vinnu sína til að þessi þjóðarvakning geti orðið að veruleika.

Kynnir verður Kári Stefánsson.

Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og eiginkona hans Eliza Reid eru heiðursgestir á tónleikunum.

Þjóðarátak til varnar sjúkrahúsinu Vogi og meðferð áfengis- og fíkniefnasjúklinga á Íslandi, sjá nánar á viðburði á Facebook.

SÁÁ heitir á alla sína velunnara að taka undir með þessu góða fólki – mæta á tónleikana og skrifa undir áskorunina!

600 bíða eftir að leggjast inn á Vog á hverjum tíma. Einungis kostar 200 milljónir á ári að útrýma þessum biðlista. Það er ekki dýrt miðað við hvað er í húfi. Staðreyndin er sú að í dag standa fíknisjúklingum jafnmörg úrræði til boða og árið 1976. Á sama tíma hefur þjóðin vaxið og sterkari og hættulegri vímuefni eru í umferð.

Skrifa má undir ákallið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn