fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Fókus forsýnir The Sisters Brothers – Langar þig í boðsmiða?

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn, þann 5. desember, ætlar DV Fókus að bjóða kvikmyndaáhugafólki og vestraunnendum á myndina The Sisters Brothers.

Um er að ræða lokaða forsýningu í AXL sal Laugarásbíós kl. 19:50 og gefst lesendum tækifæri á því að fá boðsmiða fyrir sig og einn gest, jafnvel fleiri ef heppnin segir til.

Myndin gerist árið 1851 í Oregon og hefst þegar gulleitarmaður er á flótta undan hinum alræmdu leigumorðingjum, Sisters-bræðrunum, Charlie og Eli. Það eru John C. Reilly og Joaquin Phoenix sem leika þá Sisters-bræður en auk þeirra fara Jake Gyllenhaal, Riz Ahmed og Rutger Hauer með önnur hlutverk, en einnig skýtur íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson upp kollinum og verður hann sérstakur heiðursgestur sýningarinnar.

The Sisters Brothers er sú nýjasta frá hinum virta franska kvikmyndagerðarmanni Jacques Audiard, hinum sama og gerði til dæmis A Prophet, Rust and Bone og Dheepan. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Patrick DeWitt, en höfundurinn hlaut Stephen Leacock Memorial verðlaunin árið 2012 fyrir grínskrif.

Myndin hefur hlotið toppdóma gagnrýnenda og hafa leikararnir verið hlaðnir lofi úr öllum áttum ásamt dökkum húmor sögunnar. Öruggt er að lofa tilvonandi sýningargestum að hér er engin hefðbundin kúrekamynd á ferðinni.

Ef þannig vill til að þú hefur áhuga á þessari kvikmynd/sýningu, máttu skilja eftir athugasemd fyrir neðan þessa færslu og svara eftirfarandi spurningu í stuttu máli:

Hver er þinn uppáhalds vestri og hvers vegna?

Haft verður samband við vinningshafa í kringum helgina. Athugið þó að aldurstakmark þátttakenda er 16 ára.

Athugið að það er einnig hægt að taka þátt með því að tagga þann sem þig langar að bjóða á Facebook-síðu Fókus.

Sjáumst vonandi í bíó. Ljúkum þessu með stiklu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló