fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tamar samdi magnað ljóð til Gunnars – „Hví logar og dafnar sá eineltiseldur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um Gunnar Holger og eineltið sem hann verður fyrir.

Í gær sögðum við frá mæðginunum Dagmar Ýr og Gunnari, sem er sex ára. Gunnar verður á hverjum degi fyrir grófu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, í grunnskóla sínum. Móðir hans er ráðþrota gagnvart ástandinu og Gunnar vill alls ekki fara í skólann.

Lestu einnig: Sex ára sonur Dagmar verður fyrir grófu einelti daglega – „Mamma, þetta er svo ljótt“

Greinin hreyfði við fólki, henni var deilt af mörgum og DV hafa borist skilaboð frá einstaklingum sem orðið hafa fyrir einelti og vilja deila sögu sinni.

Einn af þeim sem las greinina er Mikael Tamar Elíasson, sjógarpur úr Grindavík, sem semur ljóð á milli þess sem hann dregur fisk úr sjó. Á örstuttum tíma skrifaði hann ljóð til Gunnars.

„Þetta eiginlega skrifaði sig sjálft, á mjög stuttum tíma,“ segir Tamar. „Vanmátturinn algjör.“

Einelti – G.H.

Frá fyrstu stundu kátur og glaður
heimurinn stór og fallegur staður
en sex ára gamall hætti sólin að skína
og brosið á vörunum byrjaði að dvína

Í skólanum krakkarnir byrjuðu að stríða
og saklausri sál fór illa að líða
hann horfði á hópinn leika sér saman
en hann var í horninu votur i framan

Þau hrópuðu að honum ókvæðisorðum
í fallegum huga þar fór allt úr skorðum
mamma hví segja krakkarnir svona?
mig langar að brosa, hlægja og vona.

Hann vildi ekki vakna og fara á fætur
því martröðin var ekki bara um nætur
sér ekki kennarinn hvernig mér líður
hræddur í hjartanu á ganginum skríður

Þar fékk hann samt ekki að vera í friði
grimmdin hún fór og safnaði liði
hrindingar margar buguðu legginn
svo skall hann með höfuðið litla í vegginn

Einelti byrjar að buga hans daga
Þegar úlpuna sína hann hengir á snaga
endalaus hræðsla í skólanum leiður
Í hjartanu sínu brátt verður hann reiður.

Við skulum nú stoppa og skoða hvað veldur
hví logar og dafnar sá eineltiseldur
sem gleði og von frá börnunum rænir
og öryggi þeirra frá rótunum spænir

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónína og Gunnar selja húsið í Hraunbæ – Innbúið líka til sölu – Sjáðu myndirnar

Jónína og Gunnar selja húsið í Hraunbæ – Innbúið líka til sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“