fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Gunnar gerir upp Hringver – Segir konuna sína standa sig eins og hetja: „Ég er soldið ofvirkur inni í mér“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 14:00

Gunnar Nelson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagakappinn Gunnar Nelson er besti bardagamaður okkar og þó víðar væri leitað. Hann undirbýr sig nú fyrir bardaga 8. desember í Toronto í Kanada, en þar mun hann berjast við Alex Olivera.

Gunnar er níundi gestur Einkalífsins á Vísi, en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði.

Gunnar fer yfir hvernig hefðbundinn dagur er hjá honum, vakna með syninum, sinna honum og stunda æfingar sem eru tvær á dag. „Það fer eftir hversu þungar æfingarnar eru,“ segir Gunnar um hvort þær eru ein eða tvær.

„Ég reyni að borða eins hollt og ég get, en þarf ekki að hafa áhyggjur af vigtinni,“ segir Gunnar. Hann segist borða kolvetni helst eftir æfingu, og fókusera meira á kjöt, prótein- og fituríkan mat.

Tölvuleikir, krossarar og vélsleðar, vinir og fjölskylda eru meðal helstu áhugamála Gunnars, fyrir utan MMA. Gunnar keypti gamalt hús á Ólafsfirði með nokkrum félögum sínum og eru þeir að gera það upp, auk þess sem Gunnari finnst „hrikalega gaman að sleðast og hjóla þarna, borða góðan mat og slaka á.“ Húsið heitir Hringver og keyptu þeir það af Ungmennafélaginu, segir Gunnar húsið svolítið þekkt hús þarna fyrir norðan.

„Þetta er harðgert sport og tilgangurinn er að yfirbuga andstæðinginn og þar ertu að nota högg og tök og þetta getur orðið blóðugt,“ segir Gunnar, „og það er miklu meira að fara fyrir brjóstið á fólki en hvað þetta er hættulegt. Þetta er ekki svakalega hættulegt sport miðað við jaðaríþróttir, en það er alls ekki hættulaust.“ Bætir hann við að umræðan á til að fara út í vitleysu, en um sé að ræða þrautþjálfaða menn sem vita út í hvað þeir eru að fara, með heilt teymi með sér og reglur.

„Þegar sambönd ganga upp gefa þau svo miklu meira,“ segir Gunnar og segist hafa smollið strax saman við kærustu sína , Fransisku Björk Hinriksdóttur, g að hún sé rétta konan fyrir hann.

Í þættinum ræðir Gunnar um föðurhlutverkið, ástina í lífi sínu, hættuna sem fylgir því að vera í MMA, um tölvuleikjaáhugann, um skaðsemina af þeim mikla niðurskurði sem bardagamenn fara í fyrir bardaga, um djammið, vináttu hans við Conor McGregor og Nandos-fíknina.

Viðtalið við Gunnar má hlusta á í heild sinni á Vísi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“