fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Sonur Hákonar Helga var laminn af skólabræðrum sínum – „Ég var reiður og er ennþá“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pabbi….Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju … Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir af mér og ég skil ekki af hverju?“ Svona hefst lýsing Hákonar Helga Leifssonar á símtali sem hann fékk frá syni sínum í gær, en sonurinn hringdi í föður sinn úr skólanum.

Í Facebook-færslu sem Hákon Helgi birtir í gærkvöldi lýsir hann atvikinu nánar.

Alþjóðlegur mannréttindadagur barna var í gær, en dagurinn er einnig nefndur erlendis „Kick a Ginger day“ eða Sparka í rauðhærða dagurinn.“ Tveir samnemendur sonar Hákonar Helga, sem er þrettán ára gamall, spörkuðu í hann, meðan aðrir nemendur fylgdust ýmist aðgerðarlausir með eða hvöttu drengina tvo áfram.

Sonur Hákonar Helga hefur áður sætt stríðni og einelti og hefur Hákon Helgi tjáð sig áður með það. Segir hann að þó að sonur hans hafi lent í ýmsu, þá hafi það aldrei verið jafn slæmt og í gær.

„Sonur minn skildi ekki af hverju hann lenti í þessu,“ segir Hákon Helgi. „Hvernig á ég eiginlega að útskýra þetta fyrir honum.“

Segir Hákon Helgi að þetta atvik hafi leitt til þess að sonur hans mun aldrei gleyma að hann er öðruvísi en aðrir, og að það geti orsakað ofbeldi af hálfu annarra. „Þetta er glæpurinn sem framinn var í morgun og ég er skíthræddur um að hann muni aldrei gleyma þessari ömurlegu lexíu.“

Í kjölfarið hafði Hákon Helgi samband við bæði skólann og foreldra gerenda og hrósar hann þeim öllum fyrir viðbrögð þeirra sem hann segir hafa verið til fyrirmyndar.

„Ég var reiður og er ennþá,“ segir Hákon Helgi. „Reiði mín beinist að samfélaginu, því sökin er okkar allra. Við berum öll ábyrgð á velferð hvors annars og það er undir okkur komið að kenna börnum okkar gildi.“

Segist Hákon Helgi þekkja til fleiri sambærilegra tilvika og að það séu mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi. „Við getum betur.“

Færslu Hákonar Helga má lesa í heild hér fyrir neðan:

„Pabbi….Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju … Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir af mér og ég skil ekki af hverju?“

Þetta símtal fékk ég í morgun frá syni mínum sem fékk að hringja inn á skrifstofunni í skólanum. Röddin var titrandi og hann greyið í skiljanlega í áfalli. Það sama gilti um mig. Í raun hef ég vart hugsað um nokkuð annað frá því í morgun.

Fyrir ykkur sem ekki vita er dagurinn í dag nefndur „Sparka í Rauðhærða“ eða Kick a Ginger. Þetta fór þannig fram að tveir strákar spörkuðu ítrekað í son minn á meðan annar hópur eldri nemanda fylgdist með. Sá hópur skarst ekki inn í „leikinn“ nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum, þar sem dagurinn er jú til þess að sparka í rauðhærða.

Það er hérna sem ég næ varla lengra. Blessunarlega, þrátt fyrir ýmiskonar erfiðleika, hefur sonur minn aldrei upplifað nokkuð í líkingu við þetta. Fyrir daginn í dag var þetta nefnilega ekkert mál. Hárlitur er eingöngu hárlitur og við erum öll með mismunandi hár, ekki satt?

En rennið aftur yfir orðin sem hann sagði mér leiður og sorgmæddur – og þá spurningarnar sérstaklega. Það var sparkað í hann og hlegið af honum og hann vissi ekki af hverju. Hvernig á ég eiginlega að svara honum og spurningunum?

Hvernig myndir þú svara spurningunni?

Hér er nefnilega það ægilega. Það eru ekki spörkin sem skilja eftir sig varanleg sár, jafnvel ekki hláturinn heldur. Það sem hann mun aldrei gleyma er að hann er öðruvísi en flestir og það að vera öðruvísi, þótt menn stjórna því ekki á nokkurn hátt, getur orsakað ofbeldi af hálfu annarra.

Þetta er glæpurinn sem framinn var í morgun og ég er skíthræddur um að hann muni aldrei gleyma þessari ömurlegu lexíu.

Í kjölfarið er ég búinn að ræða við skólann sem fór í málið með aðdáunarverðum hætti og fær allt starfsfólkið þakkir fyrir. Ég er sömuleiðis búinn að tala við foreldra strákanna tveggja – og aftur, þá þakka ég þeim kærlega fyrir viðbrögðin sem þau sýndu okkur, þau voru til fyrirmyndar.

Ég var reiður, afskaplega reiður, sár og er enn. Reiði mín beinist þó á engan hátt að skólanum, starfsfólkinu þar eða strákunum tveimur. Þetta eru börn og þau gera mistök og mörg þeirra eiga vafalaust um sárt að binda líka.

Sökina hér, eins og ég hef bent á í öðrum aðstæðum, er fyrst og fremst að finna hjá mér sjálfum, þér og okkur öllum. Ábyrgðina á velferð hvors annars í samfélaginu eigum við öll. Það er undir okkur komið að kenna börnum okkar gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei.

Því það er ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka, ég veit að þið eruð mér öll sammála. Og því miður þekki ég nokkur álíka tilvik í dag, bæði í skóla stráksins sem og í öðrum skólum og það er ægilega sorglegt að heyra.

Það eru mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og bendi ég því öllum á að dagurinn í dag er ekki eingöngu ljótur. Í dag er alþjóðlegur mannréttindadagur barna og hefur sá verið haldinn á hverju árinu frá því 1954.

Beini ég því þeim fyrirmælum til allra skólastofnanna að sjá til þess að honum verður fagnað innilega að ári.

Við getum betur!

Kveðja faðir tveggja rauðhærðra snillinga

Lestu einnig: Björn Leví vakti athygli á raunum drengs sem varð fyrir ofbeldi fyrir það eina að vera rauðhærður

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi