fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Robert De Niro skilinn eftir 20 ára hjónaband

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Robert De Niro og eiginkona hans, Grace Hightower, eru skilin eftir 20 ára hjónaband.

Samkvæmt heimildamanni People eru þau þegar flutt í sundur. „Stundum verða hlutirnir ekki eins og þú vildir að þeir yrðu eða vonaðist til.“

De Niro, sem er 75  ára, og Hightower, sem er 63, giftu sig árið 1997 eftir að hafa verið í sambandi í áratug. Þau eiga tvö börn saman, Elliott, 20 ára, og Helen Grace, sex ára. De Niro á fjögur önnur börn: dótturina Drena, 47 ára, og soninn Raphael, 42 ára, með fyrri eiginkonu sinni Diahnne Abbott, og 23 ára tvíburasyni, Julin og Aaron, með fyrri kærustu, Toukie Smith.

Þetta er ekki í fyrsta sem sem þau hafa skilið. Árið 1997 óskaði De Niro eftir skilnaði og stofnaði til forræðisdeilu yfir syni þeirra. Hjónakornin sættust þó í það sinn og skilnaður gekk aldrei í gegn.

Í nóvember 2004 endurnýjuðu þau heiti sín og var stórstjörnum boðið í veislu, meðal annars Martin Scorsese, Meryl Streep og Ben Stiller. Grínaðist De Niro þá með, með vísan til skilnaðarins 1997, að hann ætlaði að vera viss um „að þessi myndi endast.“

Síðast sást til þeirra opinberlega saman á rauða dreglinum í júní þegar þau mættu á Tony verðlaunahátíðina í New York.  De Niro hefur verið þekktur fyrir að halda einkalífi sínu fyrir utan sviðsljósið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs