fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Meðgönguljóð á Ljóðakaffi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er það að skrifa ljóð eins og að mála með orðum? Eru ljóð tungumál tilfinninganna? Eða eru ljóð orð undirmeðvitundarinnar?

Á Ljóðakaffi í Gerðubergi í kvöld kl. 20 mæta ljóðskáld í heimsókn og leita svara við ýmsu sem snýr að ljóðinu.

Ljóðakaffi er ný viðburðaröð í Gerðubergi en þetta er í annað sinn sem ljóðskáld mæta til að lesa ljóðin sín og ræða um þau. Í þetta sinn kemur hópur ljóðskálda frá Meðgönguljóðum. Frá árinu 2011 hafa Meðgönguljóð tekið þátt í mikilli vakningu í íslenskum ljóðaheimi með útgáfu bóka eftir fjölda upprennandi skálda. Síðustu ár hafa Meðgönguljóð gefið út undir merkjum Partusar.

Þeir sem lesa ljóð á kvöldinu eru: Ásdís Ingólfsdóttir,Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, María Ramos og Sigrún Ása Sigmarsdóttir.

Eftir að þær hafa lesið upp eitthvað af ljóðunum sínum fá gestir að spyrja þær út í ljóðaskrifin, innblástur og fleira. Til dæmis hvað þær gengu lengi með ljóðabók í maganum áður en þær gáfu út? Og bara um hvað sem er í sambandi við ljóðin þeirra og skáldskapargyðjuna.

Ljóðakaffi er vettvangur fyrir alla að lesa upp ljóðin sín. Eftir hlé eru ljóðaáhugamenn og skáld meðal gesta hvattir til að lesa upp ljóð sem þeir hafa geymt í skúffunni eða í tölvunni. Ekki ganga of lengi með ljóð í maganum. Taktu skrefið og komdu upp úr skúffunni.

Ljóðakaffi er nýr viðburður sem verður í bland við Sagnakaffi annan miðvikudag mánaðarins í Gerðubergi. Jafnframt er boðið upp á handverkskaffi, heimspekikaffi, leikhúskaffi og bókakaffi á miðvikudagskvöldum í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.

Ljóðakaffi fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“