fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Ákall til varnar sjúkrahúsinu Vogi – Stórtónleikar og undirskriftasöfnun

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fíknsjúkdómar eru ein alvarlegasta heilbrigðisvá sem samfélagið stendur frammi fyrir. Enginn sjúkdómur leggur jafn margt ungt fólk að velli.

Fimmtudagskvöldið 8. nóvember kl. 20 býður fjöldi vinsælla tónlistarmanna þjóðinni á tónleika í Háskólabíó. Ókeypis er á tónleikana og eru þeir haldnir til að vekja þjóðina til vitundar um að við eigum gott sjúkrahús og öfluga fagmenn á sviði á áfengis- og fíknilækninga en fjárskortur stendur því fyrir þrifum og hægt sé að hjálpa öllum sem þurfa. Það er óviðunandi.

Samhliða tónleikunum sem verður sjónvarpað beint á RÚV þá er einnig hafin undirskriftarsöfnun Ákall.is, þar sem skorað er á stjórnvöld að auka þegar í stað árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi um 200 milljónir til að útrýma biðlista eftir áfengis- og vímuefnameðferð, sjá undirskriftarlista akall.is.

Fjöldi fólks úr hópi okkar bestu listamanna koma fram á tónleikunum, þar má nefna: Pál Óskar, Bubba, Viking Heiðar, Ara Eldjárn, Baggalút, Elínu Ey, GDRN, Hjálma, Jóa P og Króla, KK, Myrru Rós, Sísý Ey, Svölu Björgvins og Þorstein Einarsson, Geishu Kartel og Birni.

Listafólkið, tæknifólk og aðrir sem koma að þessu, gefa vinnu sína til að þessi þjóðarvakning geti orðið að veruleika.

Kynnir verður Kári Stefánsson.

Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og eiginkona hans Eliza Reid eru heiðursgestir á tónleikunum.

Þjóðarátak til varnar sjúkrahúsinu Vogi og meðferð áfengis- og fíkniefnasjúklinga á Íslandi, sjá nánar á viðburði á Facebook.

SÁÁ heitir á alla sína velunnara að taka undir með þessu góða fólki – mæta á tónleikana og skrifa undir áskorunina!

600 bíða eftir að leggjast inn á Vog á hverjum tíma. Einungis kostar 200 milljónir á ári að útrýma þessum biðlista. Það er ekki dýrt miðað við hvað er í húfi. Staðreyndin er sú að í dag standa fíknisjúklingum jafnmörg úrræði til boða og árið 1976. Á sama tíma hefur þjóðin vaxið og sterkari og hættulegri vímuefni eru í umferð.

Skrifa má undir ákallið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig