fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Elly fékk Menningarverðlaun DV

Fókus
Laugardaginn 6. október 2018 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.

Þá voru einnig af­hent verðlaun þeim sem fékk flest at­kvæði meðal al­menn­ings í net­kosn­ingu þar sem al­menn­ingi gafst kost­ur á að velja úr hópi allra þeirra sem til­nefnd­ir voru í öll­um flokk­um.

Í flokknum leiklist hlau Elly Menningarverðlaun DV en tilnefnd voru Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson fyrir Elly í uppfærslu Vesturports og Borgarleikhússins.

Niðurstaða dómnefndar:

Lífshlaupi einnar dáðustu dægurlagasöngkonu landsins eru gerð framúrskarandi skil í hugvitsamlegu handriti Gísla Arnar og Ólafs Egils. Þar gegnir tónlistin lykilhlutverki, en höfundarnir hafa valið ríflega fjörutíu lög frá ferli Ellyjar sem flutt eru að hluta eða í heild til að skapa réttu stemninguna hverju sinni. Gísli Örn heldur sem leikstjóri utan um alla þræði uppfærslunnar af miklu öryggi og sterkri listrænni sýn þar sem hjartað og húmorinn ráða ríkjum í þeim leikhúsgaldri sem skapaður er. Katrín Halldóra geislar í hlutverki Ellyjar, enda býr hún yfir miklum sviðssjarma, góðum kómískum tímasetningum og stórkostlegri rödd sem snert hefur streng í hjarta þjóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu