fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fókus

Ný kolefnisjöfnuð bók frá Degi Hjartarsyni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin sjötta bók Dags Hjartarsonar, Því miður.

Skáldið leitar víða fanga í sinni nýjustu bók. Þó má segja að rauði þráðurinn í Því miður sé það sem brennur og svo hitt sem er hljóðritað. Með öðrum orðum: Bókin er eins konar andartaks málverk af landslagi samtímans; heimsendaspá og hjartalínurit.

Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar

á kafi í helförinni.

Þeir horfa á kvikmyndir,

hlusta á podcöst,

gúgla hræðilegar ljósmyndir,

lesa sér til um nasismann

og afleiðingar þess að afgreiða

símtöl

og vandamál

í þeirri röð sem þau berast.

 

Dagur vakti athygli fyrir sína fyrstu ljóðabók, Þar sem vindarnir hvílast (2012), en fyrir hana hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Fyrir skáldsöguna Síðasta ástarjátningin (2016) var Dagur tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins og ljóðabókin Heilaskurðaðgerðin (2017) fékk einróma lof gagnrýnenda, fimm stjörnur í Fréttablaðinu og fjórar og hálfa stjörnu í Morgunblaðinu. Þá hlaut Dagur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2016 fyrir ljóðið Haustlægðin.

Í Því miður kveður við nýjan tón.

Bókin er 50 blaðsíður og verður kolefnisjöfnuð.

Tunglið forlag gefur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stórleikarinn óþekkjanlegur á tökustað nýrrar kvikmyndar

Stórleikarinn óþekkjanlegur á tökustað nýrrar kvikmyndar
Fókus
Í gær

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna áttu ekki að þvo gallabuxurnar þínar

Þess vegna áttu ekki að þvo gallabuxurnar þínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Sólin var vitni hafði mikil áhrif því hún opnaði fyrir mér heim glæpasögunnar“

„Sólin var vitni hafði mikil áhrif því hún opnaði fyrir mér heim glæpasögunnar“