fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

BRANSINN – REVÍA fær einróma lof áhorfenda – bráðfyndið verk nemenda LHÍ

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BRANSINN – REVÍA er bráðfyndið verk eftir leiklistar- og tónlistarnemendur Listaháskólans undir handleiðslu Dóru Jóhannsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Sigurðar Halldórssonar.
 
Verkið er samstarfsverkefni sviðlista- og tónlistardeildar Listaháskólans þar sem unnið var með samsköpunar aðferðir. Hópurinn vann satíru-kómedíu-senur útfrá samtölum, samvinnu, spuna og skrifum.
„Bransinn – Revía fjallar í stuttu máli um leiklistarbransann, mýturnar sem honum fylgja og fáránleikann. Sýningin varpar ljósi á óskrifaðar reglur, fáránlegar aðstæður, og með því erum við einnig að gera grín af okkur sjálfum,“ segir Berglind Halla Elíasdóttir einn leikenda sýningarinnar. „Aðferðin sem er notuð eru stuttir leikþættir, sönglög og fléttast þættirnir saman með viðeigandi tónlistarstefum. Hópurinn hafði það að markmiði að gleðja áhorfendur og að þeir myndu ganga út brosandi kátir.“
Lokasýningar á verkinu eru í kvöld kl. 18 og kl. 20 og eru uppbókaðar. „Við stefnum hins vegar á að setja sýninguna aftur í gang seinna á námsárinu, þar sem viðtökurnar hafa verið virkilega góðar og við skemmt okkur sömuleiðis vel. Það eru margir sem náðu ekki miða og við viljum auðvitað að allir þeir sem vilja fái að sjá,“ segir Berglind Halla.
Tónlist og hljóðmynd er frumsamin af hópnum. Ferlið einkenndist af mikilli leikgleði og við viljum smita ykkur.
Leikstjóri er Dóra Jóhannsdóttir, tónlistarstjórar eru Kristjana Stefánsdóttir og Sigurður Halldórsson.
 
Leikarar eru: Aron Már Ólafsson, Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Berglind Halla Elíasdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Rakel Björk Björnsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Steinunn Arinbjarnardóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.
 
Um tónlist sjá: Arnold Ludvig, Bragi Arnason, Árni Freyr, Ása Valgerður Sigurðardóttir, Gunnhildur Birgisdóttir og Rósa Ásgeirsdóttir.
Uppfært laugardag kl. 17.30:
„Það kom í ljós að við þurfum ekki að tæma rýmið fyrr en á sunnudagskvöld, „segir Berglind Halla. „Því ákváðum við að blása til aukasýningar á sunnudag kl. 17. Það er frítt inn, en miðabókanir fara fram á bransinn@lhi.is.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“