fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Baldvin Z með nýja sjónvarpsþætti í bígerð – Þriggja ára tvíburum rænt í Puerto Rico

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 2. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z hefur mörg járn í eldinum þessa dagana en hans næsta verkefni verður ný íslensk sjónvarpsþáttaröð um barnsrán í Suður-Ameríku. Baldvin greindi frá þessu í útvarpsþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun og segir að vinnsluheiti þáttanna sé The Trip.

Baldvin er einn aðstandenda framleiðslufyrirtækisins Glassriver, sem sér um framleiðslu þáttanna og segir leikstjórinn að þættirnir verði lauslega byggðir á sönnum atburðum. Hver þáttur verður um klukkustund að lengd og verða þeir tíu talsins.

Söguþráður seríunnar fjallar í grunninn um nokkra Íslendinga á ferðalagi í Puerto Rico. Á meðal þeirra er ein kona sem ferðast með þriggja ára tvíbura sem verður rænt í ferðinni. „Það er smá svona alþjóðabragur á þessu. Þetta verður tekið upp hér heima, í Puerto Rico og Ameríku líka,” segir Baldvin en hann bætir við að stærstu hlutverkin verði í höndum Íslendinga þó erlendum leikurum bregði jafnframt fyrir í nokkrum stórum hlutverkum.

Tökur hefjast næsta vor en framundan hjá Baldvini er að frumsýna nýjustu mynd sína, Lof mér að falla, á kvikmyndahátíðinni Busan í Suður-Kóreu. Hátíðin hefur göngu sína í vikunni og stendur til 13. október, en þar mun myndin taka þátt í World Cinema hluta hátíðinnar. Þetta verður frumsýning myndarinnar í Asíu og er um að ræða stærstu kvikmyndahátíð heimsálfunnar.

Sjá einnig: Lof mér að falla tekjuhæsta íslenska mynd ársins

Hlusta má á viðtalið við kvikmyndagerðarmanninn í heild sinni hér að neðan en reiknað er með því að þættirnir hefji sýningar á þarnæsta ári í sjónvarpi Símans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“