fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Fullt af fólki hætt við að gifta sig út af leiknum á laugardaginn: Óvenju mikið um afpantanir í kirkjum

Fókus
Miðvikudaginn 13. júní 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjumikið hefur verið um afpantanir í mörgum kirkjum á hjónavígslum sem áttu að fara fram næsta laugardag þegar Ísland mætir Argentínu.

Eins og gefur auga leið eru margir sem skipuleggja hjónavígslur með árs fyrirvara og fyrir ári vissi enginn að Ísland væri á leiðinni á HM akkúrat þetta sumarið.

Í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun var spjallað við brúður sem byrjaði einmitt að leggja á ráðin fyrir ári en hún segir þau verðandi hjónin hafa fengið smá áfall þegar það kom í ljós að fyrsti leikur Íslands yrði sama dag og þau ætla að ganga upp að altarinu.

Hún segir að þau hafi íhugað að færa athöfnina:

„Við hugsuðum það og athuguðum það en þá var kirkjan bókuð aftur seinni partinn, þannig að við hefðum ekki getað verið í sömu kirkju og við hefðum líka misst  tónlistina í kirkjunni,“ segir brúðurin sem heitir Edda Ósk Smáradóttir:

„Við auðvitað ákváðum þetta ári áður og þá var Ísland ekki komið á HM.“

Edda Ósk segist vel skilja ef einhverjir gestir fylgjast með athöfninni með útvarpslýsingu á leiknum í eyrunum.

„En ég fæ nú að sjá mest af leiknum, af því ég þarf að mæta síðust,“ segir Edda sem mun ganga í hnapphelduna í miðjum síðari hálfleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli