fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Kevin Spacey til rannsóknar í tveimur löndum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey er nú til rannsóknar í tveimur löndum vegna ásakana um kynferðisbrot.

Saksóknaraembættið í Los Angeles staðfesti við Hollywood Reporter að lögregla hefði nýlega sent mál til ákærumeðferðar er varðar meint brot Spacey gegn karlmanni árið 1992. Þá greinir breska blaðið Guardian frá því að breska lögreglan rannsaki nú ásakanir þriggja karlmanna þess efnis að Spacey hafa brotið gegn þeim í London á árunum 2005 til 2008.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að rúmlega 30 karlmenn hafi stigið fram og saki Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisbrot.

Spacey, sem hefur unnið til tveggja Óskarsverðlauna ferli sínum, var nýlega rekinn úr þáttunum vinsælu House of Cards eftir að ásakanir gegn honum komust í hámæli. Þá stóð til að Spacey léki eitt af aðalhlutverkum myndarinnar All the Money in the World en hann var klipptur út úr myndinni á síðustu stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar