fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fastir pennarFókus

Svala Björgvins: Tónlistin björgunarbátur í öldusjó

Fókus
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 20:00

Svala Björgvins er gestur nýjasta þáttar Poppsálarinnar. Mynd/Íris Dögg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir,  sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Söngkonan Svala Björgvins kíkti í heimsókn í Poppsálina og ræddi um lögin sín, tilfinningar og kvíðaröskun sem hún hefur verið að glíma við frá unga aldri. 

Í þættinum segir hún frá menntaskólaárunum þar sem kvíðinn var í hámarki en þá átti hún erfitt með að stunda námið, nærast og hvílast vegna kvíða. Á þeim tíma var umræðan um geðraskanir mun minni en nú og meira tabú. Svala talar um að hafa upplifað mikla skömm í tengslum við eigin kvíða og einmanaleika.

Poppsálin er hlaðvarp þar sem fjallað er um poppmenningu út frá sálfræðilegu sjónarhorni.Tengil á þáttinn má finna neðst í greininni.

Um leið og Svala fór að ræða vandann sinn við aðra fann hún að aðrir voru að glíma við svipaða hluti og upplifði sig ekki lengur eina. Hún fann fyrir miklum stuðningi frá öðrum og telur það hjálpa sér að ræða um kvíðann við aðra. Hún segist einnig stunda núvitund til að vinna gegn kvíðanum, temur sér jákvæðar hugsanir og þakklæti. En það að glíma við mikinn kvíða og kvíðaköst er vinna sem þarf að huga að alla daga.

Svala og Elva græja selfie í hlaðvarpsstúdíóinu.

Edrútýpan á djamminu

Svala segir frá því að hún hafi fljótt áttað sig á því að áfengi eða önnur efni hefðu slæm áhrif á líðan hennar og hefur hún ekki drukkið áfengi í mörg ár. Hún elskar samt að vera með vinum, fara út að dansa og hlusta á tónlist en er alltaf edrútýpan á djamminu.

Í þættinum spjalla þær Svala og Elva um áhrif þess að drekka á slæma tilfinningar og líðan.

Afkomukvíði og æðruleysið

Svala segir frá erfiðleikunum sem hún upplifir í tengslum við Covid en fyrir heimsfaraldurinn var meira en nóg að gera hjá söngkonunni. Eftir að Covid skall á hefur lítið sem ekkert verið að gera. Í fyrstu upplifið hún mikla óvissu, kvíða og áhyggjur af peningaleysi. En nýtti tímann í samveru með fjölskyldunni, að vera í núinu, leitaði í æðruleysið og vann að nýrri plötu.

Nýja platan kemur út í sumar og er sungin á íslensku og talar Svala um hve berskjölduð hún upplifir sig þegar hún syngur á íslensku. Lagið Þögnin er nú þegar komið út og fjallar það um sambandsslit og þann söknuð sem fylgir því að skilja við besta vin sinn til margra ára.

Þetta er mjög persónuleg plata segir hún og nýtir hún tónlistina sem eins konar þerapíu til að vinna úr erfiðum tilfinningum og kvíða. Þegar hún er að ganga í gegnum erfiða tíma þá leitar hún í tónlistina og segir hún tónlistina vera sitt haldreipi eða björgunarbát í öldusjó.

Í nýjasta Poppsálarþættinum tala þær Elva og Svala og tónlistina, tilfinningar og kvíða. Svala segir frá þróun kvíðans og áhrif áfalla á líðan sína.

Hægt er að nálgast þetta einlæga og opinskáa viðtal hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5