fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Eyjan
Laugardaginn 5. júlí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að jarðarfararstemning sé nú í Valhöll við Háaleitisbraut. Ný skoðanakönnun Maskínu sem framkvæmd fyrir DV sýnir að fylgi flokksins í Reykjavíkurborg hefur hrapað á skömmum tíma og er Samfylkingin nú langstærsti flokkurinn í borginni. Fylgisaukning sem mældist í síðustu könnun er gufuð upp og tapar flokkurinn 6,3 prósentustigum milli kannana, mælist með 25,5 prósent.

Ekki er ástandið betra í Framsókn sem tapar enn fylgi í borginni og mælist nú með 3,8 prósent. Flokkurinn myndi rétt ná einum borgarfulltrúa en í síðustu kosningum fékk Framsókn tæplega 19 prósent, fjóra fulltrúa og komst í meirihluta. Eftirminnilegt er hvernig Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, plottaði yfir sig og sjálfan sig úr borgarstjórastólnum fyrr á þessu ári.

Samfylkingin fær tæp 30 prósent í könnuninni og myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum. Viðreisn eykur enn fylgi sitt, mælist nú með ríflega 12 prósent og fengi þrjá borgarfulltrúa, myndi bæta við sig tveimur.

Orðið á götunni er að skýringuna á þessum fylgishrapi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og fylgisaukningu Samfylkingar og Viðreisnar sé ekki að finna í fundarsal borgarstjórnar heldur í öðrum fundarsal þar spölkorn frá, þingsal Alþingis þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa beitt langdregnu og tilgangslausu málþófi gegn vinsælu máli ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta veiðigjöld.

Lítið hefur verið að frétta úr ráðhúsinu undanfarnar vikur á sama tíma og kjósendur hafa fylgst agndofa með þingmönnum stjórnarandstöðunnar fótumtroða lýðræðið í landinu með málþófi sem gengur fram af jafnvel þolinmóðasta fólki.

Orðið á götunni er að fari málþófinu ekki senn að linna í þingsal séu litlar líkur á að það sjái fyrir endann á fylgishruni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Auk mikils fylgistaps Sjálfstæðisflokksins er athyglisvert að meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt könnuninni. Píratar og Sósíalistar tapa samtals þremur fulltrúum en Samfylkingin bætir við sig þremur og því er meirihlutinn áfram með 12 af 23 borgarfulltrúum. Raunar eru niðurstöður könnunarinnar á þann veg að hægt yrði að mynda sama meirihluta í borginni og nú er á Alþingi með því að skipta út Pírötum, VG og Sósíalistum og taka inn Viðreisn.

Orðið á götunni er að mjög verði á brattann að sækja hjá Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári jafnvel þótt takist að koma vitinu fyrir þingmenn flokksins sem nú tala af honum fylgið eins og enginn sé morgundagurinn. Ástandið í borgarstjórnarflokknum er nefnilega ekki beysið, hópurinn þríklofinn og oddvitinn á berangri. Fátt bendir til annars en að eyðimerkurganga Sjálfstæðismanna í höfuðborginni lengist enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“