Stjórnarandstaðan lítur svo á að hún ætti að hafa neitunarvald um flest mál ríkisstjórnarinnar og tók þingið í raun í gíslingu með linnulausu málþófi sínu. Svona ganga hlutirnir ekki fyrir sig og það er fráleitt að tala um að stjórnarandstaðan hafi verið svipt málfrelsi sínu þegar umræða hafði staðið í 160 tíma. Á endanum á þingmeirihlutinn að koma fram. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.
Eyjan Sigmar Gudmundsson 2
„Það er alveg þetta að útskýra það fyrir fólki að stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili, hún leit svo á að hún ætti að vera hörð og í stjórnarandstöðu og hún ætti að reyna að breyta og halda ríkisstjórninni við efnið og vera gagnrýnin og allt þetta. En við viðurkenndum alltaf á öllum tíma að á endanum á meirihlutinn rétt á því, eða þingmeirihlutinn hann á bara að koma fram,“ segir Sigmar.
Og þannig endaði það yfirleitt á síðasta kjörtímabili nema þarna vorið í 2003 þegar þau komu sér ekki sjálf saman um málin innbyrðis og þá lauk þinginu bara af þeim sökum, þá þurfti ekkert að semja við stjórnarandstöðuna.“
Nei, nei, það var bara innanmein ríkisstjórnarinnar.
Sigmar segir það ekki hafa komið sér á óvart að það yrðu mikil átök í kringum veiðigjaldamálið. „En að menn skyldu ganga svo langt að slá Íslandsmetið, fara upp í 162 klukkutíma og síðan þegar beitt er ákvæði sem er í þingskapalögunum einmitt til þess að stöðva umræðu ef hún fer fram úr hófi og ég endur tek 160 klukkutímar þá voru menn að tala um þetta sem er eitthvað svona óskaplegt kjarnorkuákvæði …“
Þetta er bara lýðræðisákvæði …
„Þegar menn eru búnir að tala í 160 klukkutíma, þegar ræðunnar eru orðnar vel á fjórða þúsund. Þetta voru 3.400 eða 3.500 ræður. 3.500 ræður! Hvernig geta menn haldið því fram að það sé verið að skerða málfrelsi stjórnarandstöðunnar þegar þessu ákvæði er beitt þegar þetta er forsagan? Það var ekki verið að klippa á einhverja nokkra klukkutíma umræðu. Það voru komnir 160 klukkutímar.
Það má alveg færa rök fyrir því að þegar búið er að ræða mál í einhverja 6-10 tíma þá eigi að vera komin fram öll þau sjónarmið sem þurfa að vera komin fram.
„Já, mér finnst að við hljótum að þurfa að reyna að gera svolítið gangskör að því núna á kjörtímabilinu að færa þingsköpin nær því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Nú hafa náttúrulega stjórnmál spekingar og prófessorar verið að benda á að þetta er ekki svona í löndunum í kringum okkur. Samt gengur pólitíkin bara alveg ágætlega þar, þar eru auðvitað átök um allt og annað en svona einhver önnur dýnamík, meira samtal greinilega, og við einhvern veginn erum föst í svona okkar en það lítur að segja sig sjálft að það getur ekki verið þannig að þingsköpin og Íslandi séu með þeim hætti að fræðilega geturðu verið í málþófi úti í hið óendanlega. Það er í raun og veru hætt að vera bara endalaust í málþófi, menn geta verið mánuðum saman en þetta voru fjórar vinnuvikur sem fóru í þetta eina mál. Þarna er auðvitað ekki verið að taka málfrelsi af einum eða neinum.“
Þarna er náttúrlega minnihluti, harðsvíraður minnihluti, að taka þingið í gíslingu.
„Já, ég vil orða það þannig að þingið hafi þarna verið tekið í gíslingu og að þessi stjórnarandstaða hafi liti svo á að hún ætti að hafa neitunarvald um flest mál ríkisstjórnarinnar. Þannig er það auðvitað ekki og ég bara endurtek: Við unnum ekki þannig sem stjórnarandstaða síðast, við héldum þeim við með efnið og auðvitað hrökklaðist svo þessi stjórn frá eins og eins og við munum, meðal annars vegna þess að stjórnarandstaðan hafði staðið sig þá í stykkinu, en við viðurkenndum allt að á endanum er eðlilegt að þingviljinn komi fram. Þetta heitir bara þingræði og lýðræði, ekkert annað.“
Einnig er hægt að hlusta á Spotify.