fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Full í vinnunni

Eyjan
Laugardaginn 24. ágúst 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelegg baráttukona í þingflokki vinstri grænna hefur gagnrýnt drykkjuskap samþingmanna sinna í sambandi við þinglokin í vor. Menn héngu á kránni kneyfandi öl meðan síðustu fundir stóðu yfir. Einhverjir héldu meira að segja ódauðlegar ræður eftir góða heimsókn á barinn. Fáir hafa tekið undir orð þingkonunnar eða krafist þess að viðkomandi þingmenn væru látnir sæta ábyrgð. Forseti þingsins segist ekki hafa áhyggjur þótt þingmenn geri sér glaðan dag rétt fyrir sumarfrí.

Á mínum gamla vinnustað Landspítala var harðbannað að vera drukkinn í vinnunni að viðlögðum brottrekstri. Einu sinni voru sýndar auglýsingar í sjónvarpi þar sem fólk af ýmsum stéttum var að staupa sig við störf sín. Boðskapurinn var að slíkt væri ólíðandi með öllu hjá flugmönnum, tannlæknum, íþróttaþjálfurum og fleirum.

Á tímum aukins frjálsræðis á öllum sviðum sjá allir að þetta eru úrelt sjónarmið. Það er ánægjulegt að þingið skuli ganga í fararbroddi og sýni fram á að nokkrir bjórar eða rauðvínsglös skaða ekki nokkurn mann. Þingmenn eru sammála um að auka aðgengi að áfengi sem auðvitað kallar á aukna neyslu. Nauðsynlegt er því að létta á öllum hömlum og takmörkunum í sambandi við áfengisneyslu í samfélaginu. Enginn vinnustaður er heppilegri í því sambandi en einmitt Alþingi. Í ræðustól þingsins viðgengst nefnilega slíkt endemisbull að engu máli skiptir hvort menn eru drukknir eða ódrukknir. Þingmenn tala samanlagt í marga sólarhringa fyrir daufum eyrum og öllum er sama um alla spekina sem bunar út úr þeim. Mörkin milli hins drukkna og ódrukkna hverfa í þessu málæði. Vonandi fylgja fleiri vinnustaðir þessu fordæmi þingsins og aflétta öllum hömlum af áfengisdrykkju starfsmanna sinna í vinnunni. Einn og einn bjór hefur aldrei skaðað nokkurn mann eins og Egill afi minn Skallagrímsson sagði stundum á ættarmótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: „Multifunktional og multikultural“

Óttar Guðmundsson skrifar: „Multifunktional og multikultural“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Allir eru ómissandi

Steinunn Ólína skrifar: Allir eru ómissandi
EyjanFastir pennar
15.08.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
EyjanFastir pennar
10.08.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið
EyjanFastir pennar
03.08.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið
EyjanFastir pennar
03.08.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Æstir lýsendur

Óttar Guðmundsson skrifar: Æstir lýsendur