fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Finnbjörn Hermannsson: Verkalýðshreyfingin þarf að vera sterk til að takast á við þær breytingar sem eru að eiga sér stað

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin þörf er að að breyta vinnulöggjöfinni til að skerpa valdheimildir ríkissáttasemjara. Verkalýðshreyfingin þarf að nýta næstu fjögur ár til að þétta raðirnar og byggja upp enn sterkari hreyfingu. ekki veitir af vegna þess að miklar breytingar eru að eiga sér stað sem fólk almennt áttar sig ekki á og sterka hreyfingu þarf til að taka á þeim hlutum. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir sambandið sterkt en hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á forsetastóli á ASÍ þinginu í haust. Finnbjörn er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 4.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 4.mp4

Finnbjörn segist ekki vera þeirrar skoðunar að vinnulöggjöfin hér á landi sé úrelt og þurfi endurskoðunar við. „Við höfum haft þessa löggjöf frá 1938, eins og margoft hefur verið bent á og þetta er bara spurningin um hvernig er haldið á. Það var ekki farin þessi hefðbundna leið þegar síðasti ríkissáttasemjari var, hann setur á miðlunartillögu sem ekki var sátt um að færi fram. Það hefur alltaf verið þannig að ef sett er fram miðlunartillaga þá er það gert í sátt við samningsaðila, ekki um innihaldið heldur að tillagan sé sett fram. Ef það hefði verið gert hefði þessi umræða aldrei komið upp. Þetta er ekki vandamál að mínu viti og við getum alveg lifað við þessi lög eins og þau eru.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Um deilurnar sem risu á síðasta ASÍ þingi og urðu til þess að fresta varð fundi í hálft ár til að hægt væri að kjósa forseta, segir Finnbjörn að vissulega hafi orðið það misklíð og útgöngur sem þurft hafi að útkljá.

„Alþýðusambandið er sterkt,“ segir Finnbjörn. „Ég held að það séu allir þokkalega sáttir út í Alþýðusambandið. Það er náttúrlega smá væringar eftir síðustu kjarasamninga og að hluta til er það svona angi af því sem var ósætti um áður. Á síðasta þingi var þetta ósætti ekki endilega út í Alþýðusambandið, þetta var svolítið á milli félaga og sambanda innan sambandsins sem var verið að gera þarna upp. Það er alveg rétt að okkur tókst ekki að ljúka síðasta þingi. Við hefðum getað gert það en þá í mikilli andstöðu við stóra hópa. Það var mín skoðun að það væri skynsamara að fresta þinginu og reyna að ná sáttum áður en við héldum áfram – ná áfram um forystu sem gæti verið sátt um og gæti þá haldið áfram að vinna að sáttinni og það var gert.“

Finnbjörn bendir á að næsta þing ASÍ sé í haust. „Ég er að vona að við komum ágætlega samhent til þess þings og höldum svo áfram. Við höfum núna fjögur ár til þess að byggja okkur enn frekar upp sem hreyfing og okkur veitir ekkert af því vegna þess að það er mjög margt í þessu samfélagi sem er að gerast sem ég held að fólk átti sig ekki almennilega á. Við þurfum þá mjög sterka hreyfingu til þess að taka á þeim hlutum.“

Aðspurður um það hvort hann sé búinn að taka ákvörðun um það hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi setu á forsetastóli, segir Finnbjörn: „Það verður bara ákvörðun sem ég þarf að taka í haust þegar kemur að því að svara þessu. Þetta er bara eins og með það að nú verður kosið til forseta Íslands í vor og menn hafa komið að máli við marga. Það hefur enginn komið að máli við mig og ég á bara eftir að gera það upp við mig hvort ég verði áfram forseti ASÍ eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Hide picture