fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Inga Sæland fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben?

Eyjan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sækja Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn í sig veðrið nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Þá sýnir nýjasta kosningaspá Metils að Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru nálægt því að ná hreinum þingmeirihluta og gætu því myndað þriggja flokka meirihlutastjórn.

Orðið á götunni er að gangi það eftir að þessir þrír flokkar nái þingmeirihluta sé margt sem bendir til þess að ríkisstjórn þeirra verði niðurstaðan eftir kosningar. Í kosningaþætti Eyjunnar í vikunni kom fram að ekki skilur svo mikið málefnalega milli þessara þriggja flokka. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á stóraukin ríkisútgjöld til að bæta kjör öryrkja og fleiri hópa sem bera minnst úr býtum í samfélaginu en er ekki fráhverfur því að markaðslausnir séu notaðar fremur en félagshyggjulausnir. Því ættu flokkarnir að geta náð saman í þeim málum.

Sjá: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Þá er Flokkur fólksins íhaldssamur á ýmsum sviðum, eins og t.d. málefnum hælisleitenda, passar það vel við stefnu Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Ekki ber því málefnalega eins mikið milli þessara flokka og virst gæti við fyrstu sýn. Engu að síður er Flokkur fólksins sá flokkur á þingi sem lengst er til vinstri, nái hvorki VG né Sósíalistar inn á þing. Þetta yrði því þriðja kjörtímabilið í röð sem Sjálfstæðisflokkurinn gengur til stjórnarsamstarf við þann flokk sem lengst er til vinstri.

Þá er eftir að manna stjórnina. Flokksformennirnir þrír taka allir sæti í stjórninni og í hlutarins eðli liggur að þeir verða í lykilráðuneytum. Orðið á götunni er að líklegast sé að Bjarni Benediktsson verði áfram forsætisráðherra og að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði innviðaráðherra. Í fjármála- og efnahagsráðuneytið sest þá Inga Sæland.

Orðið á götunni er að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Miðflokksins gæti litið um það bil svona út:

  • Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
  • Inga Sæland fjármála-og efnahagsráðherra
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson innviðaráðherra
  • Ragnar Þór Ingólfsson mennta-og barnamálaráðherra
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir heilbrigðisráðherra
  • Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
  • Jens Garðar Helgason matvælaráðherra
  • Bergþór Ólason menningar- og viðskiptaráðherra
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
  • Sigurjón Þórðarson umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra
  • Karl Gauti Hjaltason dómsmálaráðherra
  • Guðmundur Ingi Kristinsson félagsmálaráðherra

Líklegast er að ráðherrar hvers flokks yrðu fjórir og Sjálfstæðisflokkurinn fengi forseta Alþingis að auki. Þar myndi valið standa milli Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og orðið á götunni er að Guðrún yrði fyrir valinu og þar vegi þungt að hún er kona af landsbyggðinni.

Sjá hér: Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga Sæland hefur þvertekið fyrir það að ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum komi til greina. Mörgum finnst ósennilegt að Ragnar Þór Ingólfsson vilji slíkt samstarf. Orðið á götunni er hins vegar að þegar ráðherrastólarnir og kjötkatlarnir blasa við eftir kosningar reynist oft harla auðvelt að gleypa ofan í sig prinsippin og ná málamiðlunum.

Orðið á götunni er að atkvæði greitt Flokki fólksins sé ávísun á að Sjálfstæðisflokkurinn verði leiddur til stjórnarforystu og að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á að Flokkur fólksins komist í ríkisstjórn og jafnvel í fjármálaráðuneytið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningarnar: Snúast um efnahagsmálin – fólk finnur áhrif hárra vaxta á buddunni

Kosningarnar: Snúast um efnahagsmálin – fólk finnur áhrif hárra vaxta á buddunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum