fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Eyjan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 15:30

Agnar Freyr Helgason og Eva H. Önnudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur alveg farið eftir því hver fær stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Í kosningaspá Metils kemur fram að nokkrar líkur eru á að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn verði í aðstöðu til að mynda saman þriggja flokka meirihlutastjórn. Þá gæti sá sem heldur á stjórnarmyndunarumboðinu verið í lykilstöðu. Nái þessir þrír flokkar ekki meirihluta verður Viðreisn í algerri lykilstöðu. Eva H. Önnudóttir, prófessor i stjórnmálafræði við HÍ, og Agnar Freyr Helgason, dósent í stjórnmálafræði við sama skóla, eru gestir Ólafs Arnarsonar íkosningasjónvarpsþætti Eyjunnar. Þau eru bæði í stjórnendateymi Íslensku kosningaspárinnar og Agnar er einnig hluti af Metli.

Horfa má á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ206_NET
play-sharp-fill

HB_EYJ206_NET

„Ég held að þetta sé atriði, sem hefur ekki farið hátt og mun mögulega ráða mjög miklu um hvernig stjórnarmyndunarviðræður munu fara fram, það er hvort að þessir þrír flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins muni ná meirihluta og miðað við líkanið okkar erum við að spá þessum þremur flokkum 31 þingsæti og að það séu nokkrar líkur á því að þeir nái 32 eða fleiri,“ segir Agnar Freyr.

Hann segir að nái þessir þrír flokkar meirihluta standi aðrir flokkar uppi úrræðalitlir velji þeir að mynda stjórn saman. Um þennan möguleika hafi ekki verið mikið fjallað.

Þáttastjórnandi segir að þetta sé kannski ekki óskaríkisstjórn margra kjósenda. Hann bendir á að komist VG og Sósíalistaflokkurinn ekki inn á þing standi Flokkur fólksins sem sá flokkur sem lengst sé til vinstri á þingi.

Eva bendir á að ef hlustað sé á málflutning Flokks fólksins varðandi markaðshyggju og félagshyggju þá tali hann fyrir markaðslausnum. Hann segi bara: Hvaða lausn sem virkar, hvort sem það eru markaðslausnir eða eitthvað annað til þess að vinna gegn fátækt, þá séu þau þar. „Þau eru ekki svona týpískur félagshyggjuflokkur, í sambandi við markaðshyggju og félagshyggju þá eru þau svona á miðjunni, alla vega í málflutningi. Og þau eru líka að mörgu leyti íhaldssamari en hinir flokkarnir þegar kemur að frjálslyndi/íhaldssemi. Það hefur verið dálítið erfitt að staðsetja þau m.a. vegna þess að þau vilja vinna gegn fátækt og vinna að hag þeirra sem hafa lægstu launin en beita ekkert alltaf félagshyggjulausnum.“

Agnar Freyr segir að sérstaða Flokks fólksins í íslenskum stjórnmálum, þegar teknir séu ásarnir tveir; vinstri/hægri og íhaldssemi/frjálslyndi, þá sé Flokkur fólksins íhaldssami félagshyggjuflokkurinn. „Þau sameina vinstri viðhorf við íhaldssamari viðhorf í garð hælisleitenda og fleiri. Það er mögulega ein af ástæðunum fyrir því að þeim tekst að laða til sín fylgi akkúrat núna en vissulega, ef hvorki Vinstri grænum né Sósíalistum tekst að ná inn á þing þá mun vissulega breytast málflutningur í þinginu – það mun fækka röddum sem tala fyrir félagshyggju.“

Mér heyrist þið vera að segja að út frá málefnunum, hugmyndafræðinni, þá sé þessi þriggja flokka stjórn Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins sé ekki jafn fráleitur kostur og virst gæti við fyrstu sýn.

„Það skiptir rosalega miklu máli hver fær stjórnarmyndunarumboðið,“ segir Eva. „Ef maður fer að velta fyrir sér hvað gæti gerst þá væri mögulega hægt að nota, sá sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, gæti mögulega þá notað þessi úrslit sér í hag og boðið einhverjum öðrum flokki að vera með, eins og t.d. Viðreisn, sem væri þá líka hægra megin. Þannig að við gætum þá líka verið að sjá tvo flokka vera í einhvers konar lykilstöðu, Flokk fólksins og Viðreisn, en þeir sem eru með stjórnarmyndunarumboðið geta líka verið í lykilstöðu vegna þess að þau gætu þá, ef bæði eru til, valið annan hvorn,“ segir Eva.

„Ég held að það hvort þessir þrír flokkar nái meirihluta sé ákveðið lykilatriði,“ segir Agnar Freyr. „Ef þeir ná ekki meirihluta, ef þeir geta ekki myndað stjórn þrír saman, þá mun Viðreisn vera í algerri lykilstöðu; að geta þá myndað bæði meirihluta til vinstri eða til hægri og geta þá gert kröfu um meira og spilað þessum aðilum gegn hver öðrum til þess að ná sínu fram. Ég mundi telja að þetta væru tvær stóru breyturnar í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar.“

Þau eru bæði sammála um að margt geti gerst síðustu dagana, óvissan sé enn mikil, bæði varðandi fylgi flokka og líka bara veðrið á kjördag. Hvorugt þeirra vill spá fyrir um úrslitin en þau telja að þessar kosningar verði með þeim mest spennandi í seinni tíð.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningarnar: Snúast um efnahagsmálin – fólk finnur áhrif hárra vaxta á buddunni

Kosningarnar: Snúast um efnahagsmálin – fólk finnur áhrif hárra vaxta á buddunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum
Hide picture