fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Trump notar kunnuglega taktík gegn sínum helsta keppinaut

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 12:30

Donald Trump á kosningafundi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, reyndi á sínum tíma að halda á lofti þeirri kenningu að Barack Obama, forveri hans á forsetastóli, hefði falsað fæðingarvottorð sitt og væri ekki fæddur í Bandaríkjunum. Slíkar fullyrðingar eru rangar en Obama fæddist á Hawaii sem tilheyrir Bandaríkjunum en samkvæmt bandarísku stjórnarskránni verður forseti landsins að hafa fæðst þar. Nú hefur Trump beitt sams konar aðferðum gegn Nikki Haley sem er sú næst hefur komist honum í skoðanakönnunum vegna forkosninga Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi.

Þótt Haley standi Trump ennþá talsvert að baki þá hefur hún unnið á í skoðanakönnunum.

NBC greinir frá því að Trump hafi endurbirt, á samfélagsmiðli sínum Truth Social, grein úr hægri sinnuðum fjölmiðli þar sem fullyrt er að lagalega séð geti Haley ekki orðið forseti Bandaríkjanna þar sem foreldrar hennar hafi ekki verið bandarískir ríkisborgarar þegar hún fæddist.

Haley er hins vegar sannarlega fædd í Bandaríkjunum, árið 1972. Foreldrar hennar eru upprunalega frá Indlandi en fluttu til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna þar sem þau eignuðust dótturina Nikki. Þau urðu bæði bandarískir borgarar eftir að hún kom í heiminn.

Laurence Tribe prófessor emerítus við lagadeild Harvard háskóla segir fullyrðingar um að þessar staðreyndir geri það að verkum að Nikki Haley geti ekki orðið forseti eigi sér enga st0ð í raunveruleikanum. Líklega sé þetta tilraun til að ýta undir fordóma í garð Haley.

Hann og aðrir lögfræðingar benda á að stjórnarskráin hafi síðan á 19. öld kveðið á um að fólk sem fætt sé í Bandaríkjunum verði sjálfkrafa bandarískir ríkisborgarar. Til að geta orðið forseti verði viðkomandi að vera að minnsta kosti 35 ára, fæddur í Bandaríkjunum og hafa búið þar í lágmark 14 ár. Allt þetta eigi við um Haley og því sé ekkert lagalegt atriði sem geri það að verkum að hún megi ekki verða forseti.

Donald Trump hefur talað fyrir því að börn ólöglegra innflytjenda sem fædd eru í Bandaríkjunum verði svipt öllum réttindum sem fylgja því að vera fædd í landinu. Ekkert hefur þó komið fram um að foreldrar Haley hafi verið ólöglegir innflytjendur.

Hann hefur einnig beitt sömu aðferðum gegn Kamala Harris núverandi varaforseta sem er dóttir innflytjenda en fædd í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar