fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Vinsælasti flokkurinn stefnulaus!

Eyjan
Þriðjudaginn 18. júní 2024 08:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir hefur í sinni valdatíð umturnað stefnumálum Samfylkingarinnar, sem þar með verður – hvort sem mönnum líkar það betur eða verr – Nýja Samfylkingin, NS.

Eru þessar miklu breytingar, þar sem ESB, evru, hvalavernd og nú mildi í mannúðarmálum,  gagnvart flóttafólki, er varpað fyrir róða, og lítið gert með umhverfismál, uppstokkun auðlindamála og nýja stjórnarskrá, en gulli og grænum skógum lofað í heilbrigðismálum, húsnæðismálum og samgöngumálum, stórfellt undrunar- og áhyggjuefni.

Líka furðulegt, hvernig nær þriðjungur kjósenda hefur gleypt þessar breytingar, NS, með húð og hári.

Heilbrigðis-, húsnæðis- og samgöngumál eru allt málaflokkar mikilla útgjalda, en Kristrún, NS, gerir enga fullnægjandi grein fyrir, hvaðan féð á að koma. Reyndar eru þessir málaflokkar allir á stefnuskrá hinna flokkanna líka, og er af og frá að Kristrún geti eignað sér þá, eða, að sérstök ástæða sé til að styðja hana, eða NS, greiða henni atkvæði sitt, út á þá. Hún er sízt trúverðugri hér en aðrir.

Kristrún er, sem sagt, á fullu í því að skipta kökunni, lofa upp í ermina á sér, án þess að gera mikið með það hvernig tryggja má stærsta mögulega og bezta mögulega köku.

Stærð kökunnar auðvitað mál nr. 1

Til að skapa velferð þarf fyrst að skapa þannig ramma um efnahagsmálin að atvinnulífið megi vaxa og dafna. Aukin verðmætasköpun, eða útgjaldalækkun, sem ekki bitnar á velferð, er forsenda aukinnar velsældar.

Eftir því, sem þetta er betur gert, verður kakan, sem til skiptanna kemur, stærri. Meira í hvers hlut, hærra framlag til hvers þáttar velferðarsamfélagsins. Þetta er auðvitað mál nr. 1. Með þetta gerir Kristrún þó ekkert.

Þýðingarmestu efnahagsmál okkar tíma

– Evrópumálin, fyrst framhald samninga við ESB um mögulega aðild. Fyrir öðrum flokkum, sem telja sig jafnaðarmannaflokka, er Evrópusamstarfið grunnpunktur. Hér talar Kristrún um að það vilji hún ekki, því það muni kljúfa þjóðina. Vitaskuld stenzt það ekki. Við erum bara að tala um það eitt að ljúka samningaviðræðum við ESB og sjá hvað út úr þeim kemur. Hvernig gætu slíkar þreifingar og samningaumleitanir klofið þjóðina? Klufu forsetakosningarnar þjóðina? Mismunandi skoðanir og stefnur, og stuðningur við þær, eru auðvitað líka bara lýðræðið í hnotskurn.

– Upptaka evru, sem þá fyrst kæmi þó til greina ef/þegar góðir samningar hafa náðst við ESB og meirihluti væri fyrir aðild. Evran myndi færa stöðugleika inn í íslenzkt efnahagslíf, stórlækka vexti og tilkostnað, ekki bara fyrir ríkið heldur líka fyrir fyrirtæki og allan almenning, og, það sem afar mikilvægt væri, afgerandi, laða að erlenda fjárfestingu og fyrirtæki; stórskerpa á samkeppni banka og verzlunar- og þjónustufyrirtækja – hvernig litist mönnum á, að fá hér inn t.a.m. Aldi og Lidl – en það myndi færa niður verðlag og auka kaupmátt, án launahækkana.

Ef kæmu hér inn öflug erlend verzlunarfyrirtæki, og bankar, en það getur aðeins gerzt, þegar hér verður komin evra, gæti það lækkað vöruverð, bankakostnað og vexti um helming!––     – Auðlindamálin, aukin hlutdeild þjóðarinnar í þeim mikla arði, sem verður til í sjávarútvegi, t.a.m. með 30% auðlindagjaldi á hagnað í sjávarútvegi, að greiddum sköttum, eins og Norðmenn beita á laxeldisfyrirtæki, fyrir afnot af hafi og strönd; sameign þjóðarinnar.

Með þessi stórmál gerir Kristrún lítið eða ekkert.

Hvernig meta helztu efnahagssérfræðingar okkar stöðu?

IMD í Sviss er talinn einn hæfasti háskóli heims á sviði efnahagsmála. Hann hefur um langt árabil framkvæmt úttekt á samkeppnishæfni 63 þjóða. Er Ísland þar með.

Nýlega greindi IMD frá niðurstöðum sínum fyrir 2022. Skilgreinir háskólinn samkeppnishæfi með tilliti til fjögurra þátta:

  1. Efnahagsleg frammistaða
  2. Skilvirkni hins opinbera
  3. Skilvirkni atvinnulífsins
  4. Staða samfélagslegra innviða.

Í heildina tekið er Danmörk nr. 1, Sviss nr. 2, Singapúr nr. 3, Svíþjóð nr. 4 og svo koma Finnland og Noregur í 8. og 9. sæti. Ísland í 16. sæti.

Það, sem dregur Ísland stórlega niður, er „efnahagsleg frammistaða“. Fyrsti og þýðingarmesti þátturinn, því efnahagslegar framfarir eru forsenda aukinnar velferðar. Þar er Ísland aftast á merinni, í 56. sæti.

Ræður þar mestu um, að erlend fjárfesting og alþjóðaviðskipti eru hér í lágmarki. Hlutfall erlendra fjárfesta í kauphöllinni er t.a.m. aðeins 5%.

Á hverju strandar svo erlend fjárfesting?

Svarið er einfalt: Fyrst og fremst á íslenzku krónunni. Það er hrein undantekning, ef menn vilja koma með sína fjármuni inn í íslenzku-krónu-hagkerfið. Allir þekkja sögu gengissviptinga, gengisfellinga og gjaldeyrishafta krónunnar.

Það er synd, að Kristrún, vel menntaður hagfræðingur og banka- og efnahagssérfræðingur, sem vill verða leiðandi stjórnmálamaður hér, skuli ekki sjá og skilja að ESB og evran gætu tryggt okkur meiri aukningu velferðar, þó að það muni taka nokkurn tíma, en flestar eða allar aðrar leiðir.

Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfalt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar.

Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ársreikningaskil stjórnmálaflokka í ólestri – Af 150 sem þáðu peninga frá sveitarfélögum eru aðeins 21 rétt skráðir

Ársreikningaskil stjórnmálaflokka í ólestri – Af 150 sem þáðu peninga frá sveitarfélögum eru aðeins 21 rétt skráðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bæjarstjóri Akureyrar útskýrir óheppilega mynd sem hefur vakið mikla lukku – „Ég var ekki handtekin“

Bæjarstjóri Akureyrar útskýrir óheppilega mynd sem hefur vakið mikla lukku – „Ég var ekki handtekin“