fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Eyjan
Laugardaginn 18. maí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fari Alþingi fram úr sjálfu sér og gangi fram af þjóðinni t.d. með því að ætla að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu á forseti tafarlaust að vísa málinu til þjóðarinnar. Baldur Þórhallsson segir forseta hafa eftirlitshlutverk með þinginu, við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem byggist á mannréttindum, lýðræði, hefðum og venjum, sem forseta beri að standa vörð um. Baldur er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Baldur Thorhallsson - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Baldur Thorhallsson - 2.mp4

„Fyrsta sem mig langar til að nefna er að við náttúrlega búum við þingræði og Alþingi ræður för þegar kemur að löggjöf og alla dags daglega ákvarðanatöku hvað varðar löggjöf,“ segir Baldur.

„Mér finnst eigi að síður mikilvægt  – ég orða það þannig að forseti líti yfir axlirnar á þingmönnum, hann líti yfir axlirnar á þingheimi þannig að þingheimur viti af því að það er ekki bara sjálfkrafa skrifað undir lög á Bessastöðum, það er ekki sjálfsafgreiðsla á Bessastöðum eins og í verslununum okkar.“

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ105_NET_BÞ.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ105_NET_BÞ.mp4

Baldur segir að forseti eigi að huga vel að þeirri skyldu sinni, sem kveðið sé á um í stjórnarskránni, að hann eigi að veita þinginu aðhald, hafa eftirlit með störfum þess. „Þá þarf náttúrlega að virða ákveðin mörk. Löggjafarvaldið er í höndum þingsins en hvar dregur forseti línuna? Ég hef orðað það þannig að við búum við ákveðinn samfélagssáttmála sem byggir á okkar mannréttindum, lýðræði, hefðum og venjum – okkar stjórnskipan, sem nokkur sátt er um í samfélaginu. Ef Alþingi ætlar af einhverjum orsökum fram úr sér og gengur fram af þjóðinni, t.d. ef það ætlaði að takmarka tjáningarfrelsi, ef það ætlaði að takmarka réttindi kvenna eða hinsegin fólks, eða ef Alþingi ætlaði t.d. að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu þá finnst mér að forseti eigi þegar í stað að virkja neyðarhemilinn, málskotsréttinn, og vísa svona stórum málum til þjóðarinnar.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Hide picture