fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Eyjan
Fimmtudaginn 2. maí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Helsta tilkall Höllu til forsetaembættisins er að hún hafi einu sinni búið í blokk og svo farið í sveit,“ segir Týr, ritstjórnardálkur hjá Viðskiptablaðinu, í pistli sem fjallar um forsetakosningarnar. Þar beinir Týr spjótum sínum að Höllu Hrund Logadóttur sem hann segir búna einstökum hæfileikum til að tala án þess að segja nokkuð.

Hvert er frambjóðandinn að fara?

Týr segir athyglisvert hvað Halla geti sagt mikið án þess að framsaga hennar innihaldi í raun nokkuð efnislegt. Týr vitnar í framboðsvef Höllu þar sem hún segist bjóða sig fram fyrir framtíðina, en slík yfirlýsing sé í raun marklaus. Á vefnum segi meðal annars að á tímum gervigreindar, iðnbyltingar, hlýnunar jarðar og stríðsátaka hafi aldrei verið mikilvægara að „taka þátt og vera með“ og að fólk þurfi að „vera saman í að standa ekki á sama um framtíðina“.

Týr spyr: „Taka þátt og vera með í hverju? Stríðsátökum? Hlýnun jarðar? Hvert er frambjóðandinn að fara?“

Hann líkir tali frambjóðandans við einfeldninginn Chance úr kvikmyndinni Being There. „Það eru vissulega tíðindi að eftirspurn eftir fulltrúum hans sé jafn mikil og raun ber vitni á Íslandi“.

En Chance starfaði sem garðyrkjumaður, var fremur gamaldags og kurteis. Sökum misskilnings er Chance tekinn í misgripum fyrir vel menntaðan yfirstéttarmann eftir að konu misheyrist þegar hann kynnir sig. Í stað þess að vera kynntur til sögunnar sem Chance the gardner fær hann nafnið Chauncey Gardiner. Einfeldningurinn álpast í kynni við forseta Bandaríkjanna og fer að segja honum frá garðyrkju. Forsetinn misskilur samtalið og telur að Chance sé í raun að ræða pólítík og stefnumótun. Hann endar því sem vel metinn pólitískur ráðgjafi, án þess að kunna nokkuð fyrir sér, og vakti tal hans um garðyrkju mikla lukku, enda áttaði sig enginn á því hvað einfeldningurinn var í raun að ræða.

Baldur fær einnig pillu

Týr segir að frammistaða Baldurs Þórhallssonar, prófessors, hafi eins vakið athygli. Baldur segist ekki muna hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti Icesave á sínum tíma.

„Tý þykir óneitanlega sérstakt að maður sem hefur starfað við að greina stjórnmál muni hreinlega ekki eftir því hvernig hann greiddi atkvæði í stærsta deilumáli þjóðarinnar frá því að Ísland gekk í NATO.

Vitaskuld er Baldur að skrökva. Hann man auðvitað hvernig hann greiddi atkvæði. Hann var á þessum tíma varaþingmaður Samfylkingarinnar og varaði opinberlega við afleiðingum þess að þjóðin tæki fram fyrir hendur þingmeirihlutans í málinu.

Forseti Íslands þarf ekki að búa fyrir mörgum kostum. Minnisleysi og áhugi fyrir að halla réttu máli eru hins vegar ekki í flokki þeirra“

Halla vill takast á við nútíð og framtíð Íslands

Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt sagðist hún bjóða sig fram sem fulltrúi almennings, fólksins í landinu.

„Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit – fyrir framtíðina.“

Hún ætli að virkja alla til að taka þátt í samfélaginu og skapa fleiri tækifæri. Hún ætli að byggja á gildum þátttöku og samvinnu. Forseti eigi ekki að vera flokkspólitíkur og á að vera yfir dægurþras hafinn. Forseti sé sameiningartákn sem þurfi þó að geta „sett nefið í vindinn þegar á móti blæs og tekið ákvarðanir sem geta verið óvinsælar“. Forseti beri virðingu fyrir þingræði og fari varlega með valdheimildir sínar sem hann noti aðeins í undantekningartilvikum þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Eins hefur Halla talað um mikilvægi íslenskrar náttúru.

Í samtali við Eyjuna sagðist Halla vona að störf hennar sem orkumálastjóri verði henni gott veganesti, verði hún kjörin í embætti. Hún bjóði sig fram því „mig langar einlæglega að takast á við nútíð og framtíð Íslands í samvinnu við fólk um allt land og ég held að við eigum svo mikið inni og ef að við látum okkur málin varða þá verði framtíðin sannarlega okkar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn