fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Helmingur „íslenska“ ginsins er alls ekki íslenskt, segir Birgir Már Sigurðsson, viskíframleiðandi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 19:30

Birgir Már Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Þoran Distillery í Hafnarfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helmingur þess „íslenska“ gins sem boðið er til sölu í Fríhöfninni í Keflavík er alls ekki íslenskt og ekki framleitt hér á landi þótt það flöskur þess prýði myndir af eldfjöllum, víkingum og lundum. Íslenskir viskíframleiðendur miða við að nota 51 prósent íslenskt bygg í sitt viskí þótt það sé bæði dýrara og erfiðara í notkun en t.d. skoskt bygg, sem ræktað er sérstaklega til viskígerðar. Birgir Már Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Þoran Distillery, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Birgir Már Sigurðsson - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Birgir Már Sigurðsson - 4.mp4

„Við erum að ræða það, við íslensku framleiðendurnir – og höfum gert í nokkurn tíma – að reyna að skilgreina hvaða íslensk viskí er, hvernig við getum tryggt að það séu ekki erlendir aðilar að koma með viskí, eða gin eða brennivín, inn á íslenska markaðinn með mynd af eldfjalli og víkingi og lunda og segja að þetta sé íslenskt,“ segir Birgir.

Birgir segir að þegar farið er í gegnum fríhöfnina í Leifsstöð sé u.þ.b. helmingurinn af því „íslenska“ gini sem sé á boðstólum alls ekki íslenskt. Það sé ekki búið til hér á landi. Hann segir að ekki sé til staðar neinn lagarammi sem skilgreini hvað sé íslenskt viskí, gin eða brennivín. „Akkúrat núna er það íslenska lambakjötið og íslenska lopapeysan. Við klúðruðum þessu með íslenska skyrið á sínum tíma og við viljum ekki klúðra viskíinu, sérstaklega ef við, eins og ég nefndi áðan, stefnum á að vera ein af þeim þjóðum sem fólk talar um í sömu andrá og Skotland, Írland og Bandaríkin þegar talað er um viskí.“

Birgir segir vilja viskíframleiðenda hér á landi standa til þess að búa til þann grunn sem skilgreinir hvað það er sem er íslenskt viskí. „Eitt af því sem við erum að ræða er kornhlutfallið. Núna er vissulega verið að rækta bygg á Íslandi en hingað til hefur það mestmegnis verið notað í dýrafóður. Ef þú berð það saman t.d. við skoskt bygg sem er sérstaklega ræktað fyrir viskíbransann þá er þetta mjög lítið, lítið af sterkju sem er síðan umbreytt í sykur og svo gerjuð.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Birgir segir enn fremur að íslenska byggið sé dýrara en skoskt bygg.

Sem sagt síðra og dýrara?

„Já, og svolítið erfiðara því að það er engin möltunaraðstaða hér á Íslandi og án þess að fara endilega út í einhver smáatriði hvað það er að malta korn þá er erfiðara að vinna með ómaltað korn í meskingarferlinu. Þegar maður er að meskja þá er maður með kornið úti í stórum potti og maður hrærir í þeim potti með heitu vatni og þú getur ímyndað þér að þetta sé bara mjög þykkur grautur, þetta ómaltaða korn. Þá er mjög erfitt að hræra upp í því.“

Birgir segir að þrátt fyrir þetta vilji allir íslensku framleiðendurnir nota íslenskt korn. „Í fullkomnum heimi værum við að nota 100 prósent íslenskt korn. Við erum búin að ræða þetta út frá óopinberum reglum sem við höfum innanhúss, sem er að nota 51 prósent íslenskt korn og restin getur komið hvaðan sem er, hvort sem það er skoskt eða hvað. Þarna erum við að fylgja dálítið leiðum eins og ef þú vilt búa til amerískt bourbon þá þarftu að nota 51 prósent maís. Svo getur restin verið rúgur eða hveiti eða bygg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Hide picture