fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Guðbjörg bætir við þremur fyrirtækjum undir hattinn hjá Fastus

Eyjan
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 10:53

Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri, Þórir Örn Ólafsson, deildarstjóri Expert, Ásta Rut Jónasdóttir vörustýring og Arnar Bjarnason framkvæmdastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðastliðin áramót sameinuðust Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import í eitt félag. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Framkvæmdastjórar hins sameinaða fyrirtækis eru Guðrún Gunnarsdóttir og Arnar Bjarnason.

Sameiningin kom í kjölfarið á kaupum hins rótgróna þjónustufyrirtækis Fastus á hinum félögunum. Að sameiningu lokinni var farið í gagngera endurskoðun á útliti og heildarásýnd á hinu nýja, sameinaða félagi. Eigandi Fastus er Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Í gegnum eignarhaldsfélög á hún fleiri félög í rekstri óskyldum sjávarútvegi. Meðal þerra eru ÍSAM en undir hatti þess eru m.a. Myllan, Ora og Kexverksmiðjan Frón, auk Ó Johnson & Kaaber.

Fyrirtækið er flutt í nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en auk rúmgóðrar verslunar eru þar sýningareldhús, skrifstofur, verkstæði og vörulagerar fyrir bæði svið, auk varahlutalagers. Áætluð ársvelta samstæðunnar er u.þ.b. 7 milljarðar króna.

Expert sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á tækjum og vörum fyrir stóreldhús, hótel og  veitingastaði. Þar er einnig eitt stærsta tæknisvið landsins sem sér um viðhald og ýmsa þjónustu við eldhús- og kælitæki og sérhæfðan tækjabúnað fyrir heilbrigðisgeirann. Hjá Fastus heilsu er áherslan á sölu ýmissa sérhæfðra lækningatækja, búnaðar og rekstrarvöru fyrir heilbrigðisstofnanir og einstaklinga.

Arnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir eru framkvæmdastjórar Fastus ehf. Að þeirra sögn er sameiningin gerð svo viðskiptavinir fái betri þjónustu.

„Bæði fyrirtækin, Fastus og Expert, eru þekkt á sínum sviðum, en með sameiningu þeirra náum við betur að tvinna saman sölu og þjónustu, meðal annars með því að bjóða upp á þjónustusamninga sem viðskiptavinir eru að kalla eftir. Með þessu eykst rekstraröryggi viðskiptavina og fyrirsjáanleiki,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir.

„Með því að komast öll undir eitt þak þá eykst ekki bara framleiðni starfsmanna heldur geta viðskiptavinir nú nálgast allar vörur og þjónustu á einum stað; eldhúsvörur, heilbrigðisvörur, varahluta- og viðgerðarþjónustu. Sameiningin gefur okkur líka tækifæri til að betrumbæta ferla, sem mun koma viðskiptavinum okkar til góðs,“ segir Arnar Bjarnason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“