fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Brynjar Níelsson segir Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna vel geta starfað saman í ríkisstjórn eftir næstu kosningar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vandamálið með Íslendinga er að þeir kunna margir ekki að vera ríkir, þeir fara svo illa með það. Það er vandi að vera ríkur,“ segir Brynjar Níelsson sem er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni. „Sérstaklega verður að huga að því i svona fámennu samfélagi. Ekki berast of mikið á og ekki vera með stæla og mynda sig á einhverjum skútum og svoleiðis. Hógværð í þessu hjá auðugu fólki er bara mjög mikilvæg.“

Markaðurinn: Brynjar Nielsson 2
play-sharp-fill

Markaðurinn: Brynjar Nielsson 2

Brynjar segir okkur eiga að fagna því að einhverjum fyrirtækjum gangi vel. „Það sem skiptir máli er að við fáum öll tækifæri, getum menntað okkur.“ Svo komi bara í ljós hverjir taki áhættuna og uppskeri eftir því.

„Ef ég væri ungur maður í dag að fara að kjósa myndi ég spyrja mig: Hver er að berjast fyrir öflugu atvinnulífi fjölbreyttum störfum. Þar eru mínir möguleikar; að við höfum úr einhverju að velja. ekki að við séum bara hérna með Ríkisútvarp og ÁTVR og höldum að ríkissjóður sé ótæmandi auðlind,“ segir hann.

Brynjar segir niðurstöður næstu kosninga munu ráðast mikið af því um hvað verði kosið. Ef kosið verði um öflugt atvinnulíf sé ekkert því til fyrirstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn vinni hér stórsigur. Hann sér allt eins fyrir sér að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, undir nýrri forystu með breyttar áherslur, geti átt samleið í ríkisstjórn eftir næstu kosningar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Hide picture