fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Breytt sjálfsmynd lands og þjóðar

Eyjan
Laugardaginn 30. desember 2023 15:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar standa frammi fyrir breyttri landsmynd – og raunar sjálfsmynd þjóðar, sem rekja má til þess að þéttbýlasta svæði landsins, sjálft suðvesturhornið, mun líklega búa við langvarandi óöryggi hvað varðar alla innviði og ábúð um ókomna tíð.

Þetta er auðvitað þeim mun alvarlegra sem það liggur fyrir að opinberri þjónustu í landinu er svo að segja allri stjórnað frá þessum einum og sama landshluta, en þar er höfuðstöðvar stærstu og viðamestu ríkisstofnananna að finna, enda er landinu stjórnað frá borgríkinu við Faxaflóa.

Það má auðvitað pirra sig á þeirri óframsýni stjórnvalda um langa hríð að hafa hrúgað allri stjórnsýslu, þar á meðal þeirri viðkvæmustu og lífsnauðsynlegustu, á einn og sama blettinn, og horfa nú upp á hugsanlegar afleiðingar þeirrar einsleitu og mjög svo miðlægu ríkisstefnu.

En landsmenn sitja uppi með orðinn hlut. Og þessu verður vitaskuld ekki breytt í einni svipan.

Stóra verkefnið – og það verður varla miklu stærra – er að undirbúa samfélagið á suðvestanverðu landinu fyrir áratugalangar jarðhræringar í þessari þéttustu byggð Íslands, en hugsanlega gætu þar varað í aldir.

„En það sem er öllu verra núna, er að ómögulegt er að sjá fyrir eðli, framgang og endalok þessara náttúruhamfara …“   

Reykjanesskaginn er vaknaður af átta hundruð ára blundi – og það sem þótti óhugsandi í eina tíð, en gerðist nú bara samt fyrir hálfri öld, að jörðin opnaðist í bæjarjaðrinum í Vestmannaeyjum með tilheyrandi eldhafi og gjóskufalli, svo og rýmingu allra eyjarskeggja, hefur nú endurtekið sig með óbærilegum hætti á höfuðborgarsvæðinu.

En það sem er öllu verra núna, er að ómögulegt er að sjá fyrir eðli, framgang og endalok þessara náttúruhamfara sem geta að líkindum rifið upp jörðina á löngu belti allt frá því á hafsbotninum úti fyrir Reykjanestá og austur að Hengli með tilheyrandi hraunflæði á byggðu bóli sem allsendis óvíst er hvert muni renna – og hversu langt í hvert skipti.

Nýjasta vitneskja vísindamanna, eða að minnsta kosti hald þeirra, er að gos geti komið fyrirvaralaust upp á endilöngum Reykjanesskaganum – og á miklum hraða, með hárri framleiðni og miklu hraunflæði sem geti farið langar vegalengdir. Það sem syrtir svo þessa sviðsmynd enn frekar er að eldstöðvabeltin á endilöngum skaganum, sem löngum áður voru talin sérstæð og jafnvel að mestu leyti óháð hvert öðru, eru að líkindum tengd, svo niðurstaðan er þá sú að landris á einum stað getur valdið því að kvikan leiti upp á öðru belti, þar sem sprungurnar sem liggja þvert á skagann, eru veikastar fyrir.

Og fyrirvaralaust, svo vitnað sé í vísindamenn á borð við Þorvald Þórðarson. Á miklum hraða, með hárri framleiðni, svo það sé nú líka endurtekið.

Þetta er nýr veruleiki sem kallar ekki einasta á hringtengingu allra lagna og vega, heldur líka á varnir í kringum þær byggðir sem liggja lægst – og svo verður auðvitað að huga að því, vegna óvissunnar um hvað þetta skeið varir lengi, að grunnþjónustu ríkisins sé ekki að finna í einni og sömu körfunni.

Þetta er gríðarlega stór áskorun. En mestu varðar auðvitað líðan íbúanna – og möguleikar þeirra til búsetu í heimahögum, svo og framtíðarskipulag byggðarinnar á suðvesturhorninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Svandís er nýr leiðtogi VG – hvað var Guðmundur Ingi að vilja upp á dekk?

Svarthöfði skrifar: Svandís er nýr leiðtogi VG – hvað var Guðmundur Ingi að vilja upp á dekk?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda
EyjanFastir pennar
30.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli
EyjanFastir pennar
21.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni
EyjanFastir pennar
18.03.2024

Svarthöfði skrifar: Hjartað slær með bankastjóranum og krónunni – fullveldið sjálft að veði

Svarthöfði skrifar: Hjartað slær með bankastjóranum og krónunni – fullveldið sjálft að veði
EyjanFastir pennar
14.03.2024

Svarthöfði skrifar: Grunlaust íhaldið treystir samstöðu Samfylkingar og Framsóknar

Svarthöfði skrifar: Grunlaust íhaldið treystir samstöðu Samfylkingar og Framsóknar
EyjanFastir pennar
14.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið