fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Minnst bjartsýni hjá Sjálfstæðismönnum fyrir næsta ári – Viðreisnarfólk bjartsýnast

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. desember 2023 12:30

Bjartsýni er mismikil hjá kjósendum flokkanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt rúmur helmingur landsmanna telur að árið 2024 verði betra fyrir sig persónulega en 2023 var, það er 52 prósent. Aðeins 9 prósent telja að árið verði verra.

Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Sjálfstæðismenn eru þeir sem eru minnst bjartsýnir á að næsta ár verði betra en það sem er að líða, fyrir utan þá sem kjósa ekki í alþingiskosningum. Aðeins 43 prósent Sjálfstæðismanna svöruðu á þá leið í könnuninni. Viðreisnarfólk er hins vegar bjartsýnast, 68 prósent.

62 prósent Sósíalista telja að næsta ár verði betra, 57 prósent Samfylkingarfólks, 56 prósent Vinstri grænna, 53 prósent Pírata, 52 prósent Miðflokksmanna, 50 prósent kjósenda Flokk fólksins en aðeins 45 prósent Framsóknarmanna.

13 prósent kjósenda Sósíalistaflokks og Flokks fólksins telja að næsta ár verði verra en það sem er að líða. Það er langhæsta prósentan fyrir utan þá sem kjósa ekki.

Yngra og efnaðra fólk bjartsýnna

Yngra fólk er almennt bjartsýnna en eldra. 69 prósent fólks yngra en fertugt telur að næsta ár verði betra en aðeins 30 prósent fólks eldra en sextugt.

Almennt séð eykst bjartsýni með hækkandi tekjum. 67 prósent fólks með 1.250 þúsund króna tekjur á mánuði telur að næsta ár verði betra en aðeins 40 prósent þeirra sem hafa minna en 550 þúsund á mánuði.

Ekki er mikill munur á bjartsýnni kynjanna. Það er 53 prósent karla telja að árið verði betra en 50 prósent kvenna. Hins vegar telja 13 prósent karla að árið verði verra en aðeins 5 prósent kvenna.

Könnunin var netkönnun gerð dagana 20. til 27. desember. Úrtakið var 1.138 og svarhlutfallið 50,1 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu