fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
EyjanFastir pennar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Landslag hjartans

Eyjan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæfni manna til að tengjast og elska er gríðarlega mikil. Við elskum maka okkar, börnin, dýrin, ættingjana, vinina, og landið okkar. Þessi ást á náttúrunni og því umhverfi sem maður er alinn upp í er ótrúlega sterk en við finnum mest fyrir henni þegar við þurfum að hverfa burtu. Heimþráin sem Stephan G. Stephansson lýsti svo frábærlega í ljóðinu: „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót,“ er sterk. Það er auðvelt að sakna blómabrekkunnar, fjallstinda, móa og jafnvel berangursmela. Þess vegna snúa svo margir aftur sem hafa ungir kvatt heimalandið eða sveitina sína og haldið til borgarinnar. Það er alltaf gott að koma heim.

Setning úr fyrstu bók Alexanders McCall Smith um Mma Ramotswe hefur líka alltaf setið í mér; „…hver maður varðveitir í hjarta sínu kort af eigin landi og hjartað leyfir honum aldrei að gleyma því korti.“ Þessi tilvitnun lýsir því nefnilega einstaklega vel hvernig við bindumst stöðum og landslagi. Nú hafa nokkur þúsund Íslendingar þurft að tína saman nauðsynlegustu muni í poka og pinkla og flýja að heiman. Þeir sakna bæjarins síns, bíða með öndina í hálsinum frétta af eyðileggingunni sem þegar er orðin og með vonina um að fá að snúa aftur í brjóstinu.

Sumir þurftu að skilja eftir dýrin sín og kveljast af áhyggjum þeirra vegna. Annað eins höfum við ekki þurft að upplifa síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Það hins vegar er huggun í þessum aðstæðum að finna hjálpsemi og samstöðu íslensku þjóðarinnar. Stór hópur fólks hefur þurft að treysta á góðsemi ókunnugra og hún ekki brugðist þeim. Sú staðreynd gleður mig og snertir djúpt en ég get ekki varist þeirri hugsun að kannski tengja fáir þessa atburði okkar hér við þær hörmungar sem hafa dunið yfir úti í heimi. Þar eru líka þúsundir manna sem þurfa að leggja upp með það af eigum sínum sem þeir náðu að tína saman í flýti í pokaskjatta og treysta á velvilja annarra og í flestum tilfellum ekki samlanda heldur algjörlega ókunnuga í framandi löndum. Ég vona heitt og innilega að fljótlega fái Grindvíkingar að snúa aftur heim og uppbygging og viðgerðir geti hafist í bænum áður en langt um líður. En gleymum ekki að við erum öll Jarðarbúar og eigum skyldum að gegna hvert gagnvart öðru óháð búsetu. Okkur ber því að hlúa að og búa vel að þeim sem vilja kortleggja nýtt landslag í hjartanu, setjast að og bindast nýju umhverfi og gefa til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
30.10.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?