fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Endurskoðandi freistar þess að skóla Villa Birgis og Ingu Sæland til – „Lántakinn hefur „grætt“ 22.600.000 krónur á þessum óskapnaði öllum“

Eyjan
Laugardaginn 28. október 2023 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum hafa eflaust flestir tekið eftir skjáskoti af greiðsluseðli einum sem hefur verið í mikilli dreifingu. Um er að ræða greiðsluseðil af 57,3 milljón króna fasteignaláni en um er að ræða 26 gjalddaga af 40 ára láni. Það sem flestir hafa sopið hveljur yfir er að greiðslan sem verið er að innheimta hljóðar upp á 500.501 krónur en af því er aðein 10.426 krónur innborgun á sjálft lánið. Afborgunin af vöxtum lánsins hljóðar upp á heilar 489.555 krónur og svo eru 520 krónur í tilkynningar- og seðilgjald.

Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á málinu, þar á meðal nýendurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, sem sagði greiðsluseðilinn sýna vel það „skefjalausa ofbeldi sem íslensk heimili hafa þurft að þola af hálfu fjármálakerfisins á liðnum árum og áratugum.“ Þá sagði Inga Sæland að um væri að ræða „hreinan og kláran viðbjóð“.

Endurskoðandi einn, sem gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta vangaveltur sínar, skoðaði málið þó með ítarlegri hætti og sagði allt benda til þess að staða fasteignaeigandans væri ekki svo slæm. Þvert á móti væri hann að öllum líkindum búinn að stórgræða á fasteigninni og ef hann réði ekki við afborganirnar gæti hann breytt láninu yfir i verðtryggt og lækkað greiðslubyrðina verulega.

Greining endurskoðandans er á þessa leið:

Ef við skoðum betur þá „hræðilegu“ stöðu sem viðkomandi lántaki er í. skv. greiðsluseðlinum kaupir hann sér fasteign fyrir 26 mánuðum síðan. Ég gef mér að hann hafi lagt 30% eigið fé í kaupin sem er í samræmi við reglur um hámarks veðsetningu. Kaupverð fasteignarinnar var því um 82 millj.kr., lánið var 57,4 millj.kr. og eigið fé 24,6 millj.kr.
Nú er hann að greiða 10,25% nafnvexti af láninu í 8% verðbólgu. Það gerir 2,25% raunvexti. Á fyrri hluta lánstímans hefur viðkomandi verið að greiða neikvæða raunvexti og lánveitandi því að niðurgreiða fasteignakaupin.
Á þessu 26 mánaða tímabili hefur vísitala fasteignaverðs hækkað um 27,5%. Fasteignin sem hann keypti er því um 104,5 millj.kr. virði. Lánið stendur í 57,3 millj.kr og eigið fé lántakans er því í dag um 47,2 millj.kr. og hefur því næstum tvöfaldast á tveimur árum. Lántakinn hefur „grætt“ 22.600.000 krónur á þessum óskapnaði öllum.
Eins og áður segir getur hækkandi greiðslubyrði reynst þrautinni þyngri en endurskoðandinn ráðleggur fasteignaeigandum tvennt:
Við hinn ólánsama tjónþola vil ég segja tvennt: færa sig yfir í verðtryggt lán til að lækka greiðslubyrðina og biðja um rafrænan greiðsluseðil til að spara sér 520 krónur á mánuði í tilkynningargjald.

 

 

Greiðsluseðillinn umdeildi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“