fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Vilhjálmur vill að tekið verði á „ógeðfelldu“ fjármálakerfinu sem „fái að sjúga allar ráðstöfunartekjur heimilanna yfir til sín“

Eyjan
Laugardaginn 28. október 2023 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, sem í gær var endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir að hann og félagsmenn þess vilji að tekið verði af krafti á fjármálakerfinu sem formaðurinn segist ógeðfellt og sjúgi til sín ráðstöfunartekjur heimilanna.

10 þúsund í afborgun – 490 þúsund í vexti

Vilhjálmur deilir skjáskoti af greiðsluseðli sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og vakið sterk viðbrögð, meðal annars hjá Ingu Sælandi, formanni Flokks Fólksins. Þar má sjá að afborgun upp á rúnmlega 500 þúsund krónur af fasteignaláni skiptist þannig að afborgun af nafnverði er aðeins rúmar 10 þúsund krónur en vaxtagreiðslan um 490 þúsund krónur.

 

Greiðsluseðillinn umdeildi

 

Vilhjálmur segir að greiðsluseðillinn sýni það „skefjalausa ofbeldi sem íslensk heimili hafa þurft að þola af hálfu fjármálakerfisins á liðnum árum og áratugum.“

Bendir hann svo á ýmsar samþykktir á nýafstöðnu þingi Starfsgreinasambandsins sem stemma eigi stigu við þessu ástandi. Meðal annars var gerð krafa um að   að ráðist verði í kerfisbreytingar, kerfisbreytingar sem lúta að því að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem heimilum verði tryggð sambærileg lánakjör og standa til boða í samanburðarlöndunum.

Landsbankinn verði samfélagsbanki

„Einnig var samþykkt að gera kröfu um að Landsbanki Íslands verði gerður að samfélagsbanka þar sem hagsmunir heimila og neytenda verði teknir framyfir hagsmuni fjármálaelítunnar,“ skrifar Vilhjálmur.
Þá var samþykkt, líkt og Vilhjálmur hefur talað fyrir lengi,  að kalla eftir breytingum á húsnæðisliðnum í neysluvísitölunni enda liggi fyrir að mati hans að upp undir 40% á hækkun á neysluvísitölunni síðustu 15 ár sé vegna reiknaðar húsaleigu í vísitölunni.
„Einnig var samþykkt að gerð yrði krafa um að fá óháða erlenda aðila til að skoða kosti og galla íslensku krónunnar sem og kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil,“ skrifar Vilhjálmur og hvetur launafólk til að standa saman til þess að knýja fram þessar breytingar og að hagsmunir heimilanna verði teknir framyfir hagsmuni fjármálaelítunnar.
„Það kom skýrt fram á þinginu að nú skuli þessu ofbeldi fjármálakerfisins ljúka í eitt skipti fyrir öll!,“ skrifar Vilhjálmur.

Hér má sjá færslu formannsins í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér